Lat: Acer

Hlynur (fræðiheiti: Acer) er ættkvísl trjáa af sápuberjaætt (Sapindaceae). Íslendingar þekkja helst garðahlyn sem hér hefur verið ræktaður í görðum á aðra öld.

Meira um

Hæstu hlyntré hérlendis eru orðin um 15 metra há. Tegundin fær á sig stóra og hvelfda krónu og því þarf að búa henni gott rými og hugsa til þess frá upphafi svo hún njóti sín til fulls. Þvermál krónu er sagt vera allt frá tveimur þriðju og til jafns við hæðina þannig að reikna má með a.m.k. 10 m þvermáli krónu á 15 m háu tré.