Salvör Sæmundsdóttir við gróðursetningu bergfuru í landi Klukkulands. Ljósmynd: Sæmundur ÞorvaldssonKlukkuland í Dýrafirði. Það er Salvör Sæmundsdóttir sem hér er að búa sig undir að planta bergfuru til landgræðslu uppi í illa gróinni hlíð í Hádal suður úr Núpsdal.

Annars er Núpsdalur víðast vel gróinn og frjósamur.

Á Klukkulandi í Dýrafirði er samningur um 192 ha fjölnytjaskógrækt frá 2008 og þar hafa þegar verið gróðursettar 332.000 trjáplöntur.

Aðaltegundirnar eru lerki, greni og björk, um það bil fjórðungur hver tegund, en síðasti fjórðungurinn aðrar tegundir.

Á myndinni sést bærinn á Klukku landi í fjaska. Fjær er Mýrafell og að baki þess sjást fjöllin sunnan Dýrafjarðar.