Þetta fagsvið fjallar um fjölbreytt samspil skóga og samfélags. Þannig styður það við faglega ákvarðanatöku í skógrækt á Íslandi og leitast við að skilgreina hvernig skógar og skógrækt geti sem best þjónað samfélaginu í nútíð og um langa framtíð.  

Áhersla er lögð á að auka þekkingu á félagslegum og hagrænum þáttum skógræktar. Fagsviðið leggur áherslu aukna þekkingu á hagfræði skógræktar, félagslegum gildum skógræktar, stjórnun og stefnumótun í skógræktarmálum og hlutverki skóga og skógræktar fyrir ýmsa þætti samfélagsins, sérstaklega byggðaþróun, útivist og bætta lýðheilsu. Jafnframt leitast fagsviðið eftir að greina viðhorf landsmanna til skógræktar og þróun þeirra.    

Hlutverk rannsóknasviðs

Það er hlutverk rannsóknasviðs Skógræktarinnar að hafa forystu um eflda þekkingu á fjölreyttu samspili skóga og samfélags. Viðfangsefni þessa fagsviðs eru þverfagleg og því ákjósanlegt að leita eftir samstarfi um einstök verkefni við sérfræðinga í ýmsum greinum sem snerta þetta viðfangsefni.