Akurgerði

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður:  Hallormstaður, Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: 1962
 • Skráning:  03.11.2014

Lýsing: Akurgerði er samtals 197m² að flatarmáli, hæð og kjallari. Í kjallara er þvottahús, geymsla, kyndiklefi og lítil íbúð með sérinngangi. Efri hæðin eru á tveimur pöllum og þar eru þrjú herbergi. Kjallarinn er steyptur en efri hæðin úr timbri. Húsið var reist sem aðsetur skógarvarðarins á Hallormsstað 1962. Akurgerði telst vera í góðu ástandi. Húsið er hitað upp með rafmagni en einnig er hægt að nota viðarkyndingu.

 

Hallormsstaðarbærinn

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: Byggt af Lárusi Eiríkssyni 1884
  Viðbygging úr timbri 1921
  Viðbygging úr steini 1928
 • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Hallormsstaðarbærinn er timburhús, reist í þrennu lagi. Elsti hlutinn er byggður 1884 og er ein hæð með portbyggðu risi. Byggt var við húsið úr timbri árið 1921 og aftur þverbygging á aðalhúsið árið 1928 úr steini. Gamla húsið stendur á hlöðnum kjallara. Hallormsstaðarhúsið er glæsileg gömul bygging sem er nátengd starfsemi Skógræktarinnar á Hallormsstað. Stærð hússins er nú um 280 m². Norðan við húsið stendur reisuleg smiðja (geymsluhús). Húsið var endurbyggt að verulegu leyti  á árunum 1974-1975 í tíð Jóns Loftssonar skógarvarðar sem þá bjó í húsinu. Á lóð sunnan við húsið er hesthús.


Starfstöð – skemma og verkstæði

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: 1974
 • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Hafist var handa við smíði áhaldahúss og vinnuaðstöðu á Hallormsstað 1974 þegar Skógræktin fékk framlög af landgræðsluáætlun sem þá hafði verið samþykkt. Húsið er stálgrindarhús, 403 m² að stærð með kjallara. Skrifstofa skógarvarðar var byggð austan við skemmuna árið 1988 úr tveimur vinnuskúrum frá Landsvirkjun, samtals 69 m². Húsin eru hituð upp með rafmagni.


Skemma fyrir flettisög

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: 1998
 • Skráning: 23.05.2012 

Lýsing: Skemma með opnanlegum suðurvegg var reist 1998 fyrir flettisög og timburvinnslu. Flatarmál skemmunnar er 54 m².


Mörkin, starfsmannahús 

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: 1954
 • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Mörkin á Hallormsstað er látlaust og stílhreint hús. Það er með bröttu risi og var teiknað og byggt af Lofti Jónssyni byggingarmeistara. Það var reist sem aðstaða fyrir starfsfólk Skógræktarinnar og er nýtt bæði fyrir gistingu og mötuneyti. Stærð hússins er 433 m³. Viðhald byggingar er til fyrirmyndar og umhverfi snyrtilegt.


Skjólið

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár (flutt á staðinn): um 1955
 • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Húsið smíðaði Guðmundur Jónsson frá Freyshólum. Það stóð við Kerlingaá en var flutt í Mörkina um 1955. Húsið, sem er 30 m² að stærð, er notað fyrir starfsmenn þegar allt um þrýtur. Allar byggingar Skógræktarinnar í Mörkinni eru hitaðar upp með rafmagni.


Gróðurhús I á Hallormsstað (Stóra húsið)

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: 1980, 400m²
 • Stækkað ár: 1990,  600 m²
 • Stærð samtals: 1.015 m²
 • Skráning: 23.05.2012 

Lýsing: Gróðurhús I á Hallormstað var byggt í tveimur áföngum. Húsið var byggt á þeim tíma þegar Skógrækt ríkisins var afkastamesti framleiðandi skógarplantna á Íslandi. Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökkli. Húsið er hitað upp með olíu.Gróðurhús II á Hallormsstað (Báran)

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Stærð: 193 m²
 • Byggingarár: 1977
 • Skráning: 23.10.2013

Lýsing: Gróðurhús II var upphaflega reist fyrir ræktun skógarplantna. Burðarvirki er stálgrind með langböndum úr tré. Norðurhluta hússins hefur verið breytt í skemmu sem klædd er bárujárni. Suðurhluti þess er áfram nothæfur sem gróðurhús.


Bragginn

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: Um 1950
 • Skráning: 23.05.2012 

Lýsing: Bragginn er líklega arfleifð breska setuliðsins og var fluttur í gróðrarstöðina á Hallormsstað eftir stríð. Saga bragganna hófst í fyrri heimsstyrjöld og voru þeir upphaflega hannaðir af norskum verkfræðingi, Norman Nissen. Eftir stríð voru um 12.000 braggar á Íslandi. Braggar eru einföld og sterk hús sem henta vel íslenskum aðstæðum.


Gamla stöðin

 • Eigandi: Skógræktin
 • Sveitarfélag: Fljótsdalshérað
 • Byggingarár: 1936 (stöðvarhúsið)
 • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Gamla stöðin dregur nafn sitt af steinsteyptri viðbyggingu við aðalhúsið. Viðbyggingin var fyrsta byggingin á þessum stað og hýsti rafstöð sem framleiddi rafmagn fyrir Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Gamla stöðin er nú aðallega notuð til að þurrka gæðatimbur sem selt er til útskurðar og föndurs.