Gögnin um útbreiðslu skóglendis á Íslandi eru öllum frjáls til afnota og heimilt að endurnýta þau í hagnaðarskyni þar sem þau eru t.d. nýtt til landfræðilegrar greiningar eða kortavinnslu. Ekki er heimilt að selja grunngögnin til þriðja aðila nema samningur um slíkt sé gerður við Skógræktina.

Þegar gögn yfir náttúrulegt birkilendi á Íslandi eru notuð þá þarf eftirfarandi texti að koma fram:

„Byggt á gögnum frá Skógræktinni – Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar“

Þetta er í samræmi við skilmála um gjaldfrjáls gögn frá Landmælingum Íslands.