Öflun betri vitneskju á vistfræði íslenskra birkiskóga

Markmið verkefnisins er að afla betri vitneskju á vistfræði íslenskra birkiskóga.

Árið 2018: Lokið tveimur greinum á ensku í ritrýnd vísindarit sem byggja á könnun á lífmassa og vexti birkiskóga frá 1987-1988 og gögnum úr Íslenskri skógarúttekt. Í fyrri greininni eru sett fram föll til að áætla ofanjarðarlífmassa birkitrjáa í náttúrulegum skóglendum landsins en seinni greinin ber saman ofanjarðarlífmassa í birkiskógunum árið 1987 og núna. Báðar greinarnar eru stuðningsgögn með kolefnisbókhaldi Íslands. Fyrri greinin birtist árið 2018 í 2018 í Icelandic Agriclutural Sciences og sú seinni kom út 2019 í sama riti.

2020: Á árinu verður lokið við grein til birtingar í ritrýnt tímarit um hæðarvöxt náttúrulegra birkiskóga og ástæður þess að skógarnir eru mjög misjafnlega hávaxnir

Rannsóknarsvið

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Þorbergur Hjalti Jónsson