Með verkefninu er leitast við að nýta lúpínu til ræktunar alaskaaspar

Með verkefninu er leitast við að nýta lúpínu til ræktunar alaskaaspar. Rannsakað er hvort munur sé milli asparklóna, græðlingalengda og jarðvinnsluaðferða þegar aspargræðlingum er stungið í lúpínubreiðu. Þá er líka rannsakað hver áhrif misþéttrar lúpínu og áburðarmagns eru á vöxt og lifun aspargræðlinga.

Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson og sótt hefur verið um framhaldsstyrk til sjóðsins.

2017: Nýr tilraunaþáttur var settur niður í apríl 2017, þar sem gera á samanburð á lifun og vexti græðlinga og skógarplantna af alaskaösp. Helmingur þeirra plantna var grafinn upp að hausti til að meta samspil sverleika græðlinga og rótarmyndunar. Gróður- og jarðvegssýni voru möluð og nitur og kolefni mælt. Gerð var úttekt á lifun og vexti í lok vaxtartíma, auk úttekta á vetrarskemmdum / kali að vori. Fyrstu niðurstöður þessa verkefnis voru kynntar á Fagráðstefnu skógræktar í Hörpu 2017.

2018: Hluti niðurstaðna eftir tvö vaxtarár var birtur í Ársriti Skógræktarinnar 2017. Úrvinnsla gagna í tenglsum við rótarmyndun og efnagreiningar fer fram.  Gerð úttekt á lifun og vexti í lok vaxtartíma. Tölfræðileg úrvinnsla gagna fer fram seinni hluta árs og stefnt að birtingu niðurstaðna vorið 2019.

Rannsóknarsvið

Nýræktun skóga og skjólbelta

Tengiliður Skógræktarinnar

Aðalsteinn Sigurgeirsson

Starfsmenn Skógræktarinnar

Hreinn Óskarsson

Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir