• Eigandi: Skógræktin
  • Staður: Kjalarnes
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Byggingarár: 1967 (vígt)
  • Skráð: 16.08.2012

Lýsing: Stöðvarhús Mógilsár, rannsóknasviðs Skógræktarinnar, er þjóðargjöf Norðmanna til skógræktar á Íslandi, gefin Skógræktinni árið 1961. Núverandi Noregskonungur, Haraldur V, vígði húsið og var þá krónprins Norðmanna. Húsið er steinsteypt en klætt með timbri. Það hýsir rannsóknastofur og skrifstofur starfsmanna, fundarsal og bókasafn. Við suðurhlið hússins var reist rannsóknagróðurhús. Tengibygging milli gróðurhúss og stöðvarhúss var upphaflega vélageymsla en var breytt í bókasafn og fundaraðstöðu. Stöðvarhúsið teiknuðu Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, og Gunnlaugur Pálsson arkitekt. Yfirsmiður var Hlöðver Ingvarsson.

Skrifstofuhús rannsóknasviðs Skógræktarinnar Mógilsá