Ulmus glabra

Hæð: Ein þeirra um tíu trjátegunda sem náð hafa 20 m hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða, regnhlífaraga krónu

Vaxtarhraði: Hægur

Hvaða landshluta: Víða um land

Sérkröfur: Þarf rakan en vel framræstan og frjósaman jarðveg

Styrkleikar: Gott vind- og saltþol, viður, álitlegt götutré

Veikleikar: Álmlús, lítil reynsla í skógrækt

Athugasemdir: Sú álmtegund sem við köllum einfaldlega álm er sú algengasta í norðvesturhluta Evrópu og sú eina sem hefur þrifist hérlendis. Í heimkynnum sínum á hún þó í vök að verjast vegna álmsýki, sveppsjúkdóms sem barkbjöllur bera á milli trjáa. Á Íslandi eru engar barkbjöllur og því hefur sjúkdómurinn ekki fundist hér. Gömlu álmarnir í görðum á höfuðborgarsvæðinu eru líklega danskir að uppruna og geta orðið að tignarlegum trjám en eru kalsæknir og henta einkum sunnanlands. Hingað hefur einnig borist álmur frá Beiarn á 67° norðurbreiddar í Noregi. Hann er fullkomlega harðger en seinvaxinn og oft kræklóttur