Björn Traustason landfræðingur við öflun landfræðilegra gagna. Ljósmynd: ÍSÚLandupplýsingar hafa í mörg ár skipað stóran sess í starfsemi Skógræktarinnar. Í byrjun árs 2021 var ákveðið að hefja uppstokkun á öllu sem kemur að landupplýsingum Skógræktarinnar sem fól í sér mikla uppstokkun á vinnubrögðum, hugbúnaðarleyfum, hugbúnaði og vistun gagna. Samnefnari allra þátta er snúa að landupplýsingum stofnunarinnar er Landupplýsingakerfi Skógræktarinnar (LUKS).

Nú hafa verið gefnar út tæknihandbækur á rafrænu formi sem lýsa ýmsum þáttum LUKS með það að markmiði að samræma vinnubrögð, skýra hugtök og leiðbeina um notkun hugbúnaðar sem er hluti af kerfinu. Tæknihandbækurnar eru: