Markmið samgöngustefnu Skógræktarinnar er að stuðla að því að starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Starfsmenn stofnunarinnar geta undirritað samkomulag við stofnunina vistvænar samgöngur til og frá vinnustað. Þannig hvetur Skógræktin starfsfólk til að nýta sér vistvænan samgöngumáta til að ferðast til og frá vinnustað.

Með vistvænum samgöngum er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast til og frá vinnu í einkabíl, svo sem að ganga, hjóla eða ferðast með strætisvögnum. Rétt á árlegum samgöngusamningi á það starfsfólk sem ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti í 60% tilvika að jafnaði. (þrjá daga í viku). Stofnunin greiðir árskort í strætisvagna fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar strætó í og úr vinnu og býr á gjaldsvæði eitt á höfuðborgarsvæðinu. Greitt er andvirði árskorts í strætisvagna fyrir starfsfólk sem að jafnaði hjólar eða gengur í og úr vinnu. Starfsfólk sem býr á gjaldsvæði tvö, þrjú eða fjögur og nýtir sér almenningssamgöngur í og úr vinnu fær greitt sem nemur árskorti á gjaldsvæði eitt.

Skógræktin býður starfsfólki sínu einnig strætómiða fyrir styttri ferðir vegna vinnu sinnar, svo sem til að fara á fundi. Fyrir það starfsfólk sem að jafnaði notar vistvænan samgöngumáta greiðir Skógræktin leigubílakostnað í neyðartilvikum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna.