Séð til Drangeyjar úr uppvaxandi skóginum á Páfastöðum. Ljósmynd: Pétur HalldórssonPáfastaðir á Langholti í Skagafirði. Hér búa þau Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Baldursson kúabúi. Þau hófu skógrækt

árið 2001 og skipulagt skógræktarsvæði þeirra er 84 hektarar.

Þegar hafa verið gróðursettar ríflega 212 þúsund plöntur, mest rússalerki en einnig sitkabastarður, birki, stafafura, alaskaösp og lítið eitt af öðrum tegundum.

Efri hluti skógræktar­svæðisins er að miklu leyti flagmóar en neðar er frjósamt og grasgefið land þar sem grenið dafnar vel.

Skógurinn umlykur á köflum tún og þannig bætir /hann skjól og eykur uppskeru af túnum.

Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður  Baldursson, kúa og skógarbændur á Páfastöðum. Ljósmynd: Pétur HalldórssonNú styttist í fyrstu grisjun á Páfastöðum sem gefa mun girðingarstaura. Vöxtur í greni reitunum er kominn á fleygiferð og greinilegt að grenið verður ekki síður magnað á Páfastöðum en lerkið.

Á efri myndinni er horft til norðurs til Drangeyjar.