Salix lasiandra

Hæð: Miðlungsstórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Ein- eða fástofna beinvaxið tré með mjóa krónu

Vaxtarhraði: Miðlungshraður

Landshluti: Helst í innsveitum

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti

Styrkleikar: Löng og mjó laufblöð, þokkafullt tré, sterkt og mikið rótarkerfi

Veikleikar: Þolir illa mikið rok og saltákomu, lítil reynsla

Athugasemdir: Stórvaxnasta víðitegund í Alaska og hugsanlega sú sem gæti orðið stærst víðitegunda hérlendis. Hún barst fyrst til Íslands 1985 og því er reynslan ekki löng. Hæstu tré eru þó komin í um 8 m hæð

Um lensuvíði á vef Calflora