Skógrækt á lögbýlinu Hrólfsstöðum Jökuldal. Ljósmynd: Pétur HalldórssonHéraðsskógar voru fyrsta landshlutaverkefnið í skógrækt og Austurlandsskógar það síðasta. Fyrstu gróðursetningar undir merkjum Héraðsskóga eru frá því um 1990 en fyrstu verkefni á vegum Austurlandsskóga hófust 2001. Verkefnin tvö á Austurlandi sameinuðust um áramótin 2006-2007 og kölluðust eftir það Héraðs- og Austurlandsskógar. Starfsvæði þeirra náði þá frá Langanesi í norðri til og með sunnanverðum Álftafirði í suðri.

Eftir sameiningu skógræktarstofnana 2016 heyrir skógrækt á lögbýlum undir skógarauðlinda­svið Skógræktarinnar og sinna skógræktarráðgjafar Austurlandi frá starfstöð Skógræktarinnar á Egilsstöðum. Ársyfirlit um skógrækt á lögbýlum birtist í Ársriti Skógræktarinnar sem gefið er út árlega.

Ársskýrslur Héraðs- og Austurlandsskóga

2007      2008      2009      2010 2011 2012      2013     
2014      2015