Fjölbreyttari nýting og virðisaukning skógarafurða með áherslu á viðarlífmassa

WoodBio

Verkefnið hófst á árinu 2014 og tengist formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. það er fjármagnað í þrjú ár úr norrænum sjóðum. Samstarfsaðilar eru frá öllum Norðurlöndunum.

Markmið verkefnisins var að stuðla að fjölbreyttari nýtingu og virðisaukningu skógarafurða með áherslu á viðarlífmassa. Í norrænni skógræktarsamvinnu liggja mikil tækifæri fyrir jákvæð samlegðaráhrif í verkefnum tengdum viðarlífmassa. Kortlögð var núverandi notkun á viðarlífmassa á Norðurlöndum og hlutverk hans í norræna lífhagkerfinu. Rannsakaðir voru möguleikar á að auka framboð á viðarlífmassa með áherslu á ræktun með stuttri uppskerulotu. Haldin var ráðstefna á Íslandi um orkuskógrækt. Greind var sú þróun sem er í gangi hvað varðar nýjar vörur úr viðarlífmassa, t.d. aðra kynslóð líforkueldsneytis, vefnað og fóður (sterkja) og komið á samvinnu nýrra sprotafyrirtækja sem starfa á þessu sviði á Norðurlöndunum. Þá var gerð áætlun um framtíðareftirspurn eftir viðarlífmassa á Norðurlöndum (fyrir árin 2020 og 2050) og hvernig hægt væri að bregðast við aukinni eftirspurn. Lokaráðstefna WoodBio-verkefnisins var haldin í Hörpu síðla árs 2016.

2018: Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun fyrir utan svolitlar seinkanir á skilum lokaskýrslu en hún verðurtilbúinn vorið 2018. Viðbótarfjármagn fékkst í verkefnið frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu haustið 2017 um 2,8 m króna. Unnið verður samkvæmt verkefnaáætlun.

Rannsóknarsvið

Umhirða og afurðir skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson

Starfsmenn Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson