Salix sitchensis

Hæð: Fremur smávaxið tré, ætti að geta náð a.m.k. 10 m hérlendis

Vaxtarlag: Fá- til margstofna tré eða runni með breiða krónu

Vaxtarhraði: Miðlungshraður

Landshluti: Víða um land

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti

Styrkleikar: Góð ræting, stórvaxinn víðir

Veikleikar: Haustkal í æsku, ytri stofnar halla frá miðju með aldri, lítil reynsla

Athugasemdir: Tegund sem talist getur tré og verðskuldar meiri notkun hérlendis. Þrátt fyrir að langt sé síðan sitkavíðir barst fyrst til landsins hefur notkun hans verið lítil. Talsvert kal í æsku er hugsanleg skýring á því. Sitkavíðir vex þó fljótt upp úr því