Skógrækt á lögbýlinu Kirkjubóli Hvítársíðu. Ljósmynd: Guðmundur SigurðssonVesturlandsskógar voru stofnaðir í árs­byrjun ársins 2000. Áður hafði Skóg­rækt ríkis­ins stutt bændur til skóg­ræktar í lands­hlutanum á svæðum sem talin voru bjóða upp á hvað best skógræktarskilyrði, í innanverðum Hvalfirði og Borgar­fjarðar­dölum til og með Reykholtsdal. Með Vesturlandsskógum náði starfsvæðið til alls láglendis í landshlutanum frá og með hinni fornu Kjósarsýslu og að Gilsfjarðarbotni.

Eftir sameiningu skógræktarstofnana 2016 heyrir skógrækt á lög­býlum undir skógar­auðlinda­svið Skógræktarinnar og sinna skógræktarráðgjafar Vesturlandi frá starfstöð Skógræktarinnar á Hvanneyri. Hluta Dalasýslu er þó sinnt frá Bjarnarfirði á Ströndum. Ársyfirlit um skógrækt á lögbýlum birtist í Ársriti Skógræktarinnar sem gefið er út árlega.

Ársskýrslur Vesturlandsskóga

2000 2001 2002 2003 2004
2005 2006 2007 2008 2009
2010 2011 2012 2013 2014
2015