Populus balsamifera ssp. trichocarpa

Hæð: Mjög stórt tré, mun ná a.m.k. 30 m hæð hérlendis

Vaxtarlag: Oftast beinvaxið tré, króna mjó til breið, misjöfn eftir klónum

Vaxtarhraði: Oftast mikill en hægur í rýru mólendi

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf ferskan jarðvegsraka til að ná góðum vexti

Styrkleikar: Hraður vöxtur, gott frostþol og saltþol eftir klónum, gott vindþol, ilmur, viður

Veikleikar: Asparryð, misjafnt frostþol eftir klónum

Athugasemdir: Alaskaösp er hraðvaxnasta trjátegund í íslenskri skógrækt og ein þeirra fjögurra tegunda sem mestar vonir eru bundnar við til timburframleiðslu og kolefnisbindingu. Kynbætur munu á komandi árum skila klónum sem eru betur aðlagaðir, ryðþolnari, beinvaxnari og gjöfulli en hingað til hefur þekkst.