Séð heim að Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dölum. Ljósmynd: Guðmundur SigurðssonVígholtsstaðir í Dalabyggð hafa verið skógræktarjörð frá árinu 2002. Þar búa Melkorka Benediktsdóttir og Sigurbjörn Sigurðsson.

Hér  sést yfirlitsmynd af bæjar­ húsunum og skjólbeltunum.

Skipulagt skógræktarsvæði á Vígholtsstöðum er 89 hektarar og nú þegar hafa verið settar niður 115.000 plöntur í um 50 hektara. Rétt rúmur helmingur er sitkagreni, fimmtungur stafafura og ellefu prósent alaskaösp en afgangurinn aðrar tegundir. Skógræktin er öll á láglendi, mikið um lyngmóa og framræst mýrlendi.

Túnin á Vígholtsstöðum eru nytjuð og njóta skjóls af skjólbeltum sem alls eru um þrír kílómetrar að lengd.

Sauðfjárbúskapur var stundaður á jörðinni til ársins 2001 þegar þau Melkorka og Sigurbjörn gerðust skógarbændur. Þau hafa síðan unnið utan bús með skógræktinni.