Annað hvort höldum við áfram á rangri leið og steypum heiminum í enn meiri vanda eða fetum okkur yfir á rétta braut sem er til hagsbóta fyrir líffjölbreytni og loftslag, skapar störf, styrkir efnahaginn og heilsu mannanna. Kostirnir eru augljósir, segir einn æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna. Ef við stöðvum ekki og snúum við skógareyðingu í heiminum náum við ekki markmiðum okkar um loftslagsmál, líffjölbreytni og sjálfbærni.
Skógræktin hefur nú gefið út skrá yfir trjáfræ sem afgreidd hafa verið frá Skógræktinni frá árinu 1992. Áður höfðu verið gefnar út fræskrár Baldurs Þorsteinssonar skógfræðings sem ná allt aftur til ársins 1933. Í þessum skrám eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um skógrækt á Íslandi í hartnær 90 ár.
Tíu trjátegundir hafa nú náð 20 metra hæð á Íslandi. Skógræktin hefur endurheimt votlendi og tjörnina þar sem lík Jóns Vídalíns biskups var þvegið. Stórkostlegt sumar var á Þórsmörk en sumarið var líka hagstætt sjúkdómum og skordýrum sem herja á tré. Margvísleg verkefni voru unnin á öllum sviðum Skógræktarinnar 2019. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í Ársriti Skógræktarinnar 2019 sem kom út fyrir nokkru. Ritið kemur nú út í fyrsta sinn á sérstökum ársskýrsluvef.
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri spyr þessarar spurningar í annarri grein greinaraðar um kolefnismál og skóga sem birtist um þessar mundir í Bændablaðinu að frumkvæði Landssamtaka skógareigenda. Í greininni útskýrir hann fyrirbrigðið kolefni og bendir á nærtækustu og skilvirkustu leiðina til að ná kolefni úr lofthjúpi jarðar. Það er með því að vernda þá skóga sem fyrir eru, rækta nýja skóga og að auka vöxt þeirra. Í bolum trjánna er kolefnisforði sem getur verið bundinn þar í marga áratugi eða aldir.
Pistlahöfundur norska blaðsins Nationen um efnahagsmál, skógrækt og landnýtingu bendir á að binda megi kolefni með mun ódýrari hætti í skógi en með fyrirhugaðri niðurdælingu í gamlar olíulindir í Norðursjó. Hann segir kosta 50-100 norskar krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi með skógrækt en að lágmarki 200-1700 krónur með niðurdælingunni.