„Heilbrigða skóga fyrir heilbrigt fólk“ er yfirskrift alþjóðlegs dags skóga að þessu sinni. Dagurinn er 21. mars ár hvert og myndbandið sem skógasvið FAO gefur út í tilefni dagsins kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku.
Á alþjóðlegum degi skóga 21. mars verður kynnt ný skýrsla GFEP, alþjóðlegs sérfræðingasamstarfs á sviði skóga, með niðurstöðum um mikilvægi skóga og trjáa fyrir heilsu okkar mannanna. Kynningin er öllum opin í fjarfundi en skráningar er þörf.
Námskeið um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum verður haldið í Hveragerði 1. apríl í samstarfi Brunavarna Árnessýslu, Garðyrkjuskólans FSU, Skógræktarinnar og Verkís. Námskeiðið, sem er öllum opið, hentar sérstaklega bændum, skógareigendum, sumarhúsaeigendum og öðrum sem eiga land sem eldur getur brunnið á og ógnað verðmætum. Skráning er til 28. mars.
Vorviður auglýsir eftir umsóknum um styrki til kolefnisbindingar með skógrækt á vegum félaga og félagasamtaka. Verkefnið Vorviður er hluti aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Umsóknarfrestur um styrki fyrir árið 2023 er til 15. apríl.
Áttundi mars er alþjóðlegur dagur kvenna. Í tilefni af því er ekki úr vegi að kíkja á leiðbeiningarrit um jöfnun kynjahlutfalla í lífhagkerfinu sem SNS, samnorræn samtök um skógrannsóknir, og NKJ, samnorræn samtök rannsókna í landbúnaði, hafa sett saman.