Í lok evrópskrar samgönguviku birtast hér nokkrar myndir sem starfsmenn tóku á leið sinni til vinnu gangandi eða hjólandi í evrópskri samgönguviku sem nú er að ljúka. Auk þess að stuðla að því að dregið verði úr akstri vill Skógræktin endurnýja bíla stofnunarinnar með rafbílum og öðrum visthæfum bílum.
Vel gekk í morgun að fjarlægja stóra steina úr Esjuhlíðum sem talin voru ógn við öryggi göngufólks á svæðinu.
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýja sérhæfða dráttarvél fyrir vinnu í skógi og útkeyrsluvagn með krana til sömu nota.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid gerðu Hallormsstaðaskóg að einum viðkomustaða sinna í opinberri heimsókn sinni á Fljótsdalshérað og Borgarfjörð eystra nú í vikunni. Guðni mátaði sig við höggmynd af sjálfum sér sem skorin var út með keðjusög daginn áður en hann var kjörinn forseti.
Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, á aðild að grein í Nature um árhringjarannsóknir sem leiða í ljós nýja vitneskju um áhrif tveggja geimatburða sem urðu á jörðinni árin 774 og 993. Viðburðir þessir ollu snöggri hækkun á kolefni-14 í andrúmsloftinu. Nú hefur með hlutlægum hætti verið sýnt fram á áreiðanleika og nákvæmni aldursgreininga með aðferðum árhringjafræðinnar.