Bæklingurinn Fræðsluefni um skógrækt er nú kominn út í nýrri og endurbættri útgáfu. Í honum er að finna helstu atriði sem fólk þarf að þekkja áður en hafist er handa við skógrækt.
Á fundi umhverfisnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar 30. mars var tekið vel í erindi Frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar um áframhaldandi samstarf og endurskoðun á mörkum þeirra svæða sem félagið hefur til gróðursetningar.
Rannsóknir Kristins P. Magnússonar, erfðafræðings við Háskólann á Akureyri, sýna að það birki sem nú er að vaxa upp á Skeiðarársandi hefur að mestu leyti borist með fræi úr Bæjarstaðaskógi. Kristinn segir sandinn sýna að ekki sé nauðsynlegt að gróðursetja allt birki heldur geti náttúran séð um dreifinguna sjálf.
Árlegur þemadagur Nordgen verður haldinn með rafrænum hætti að þessu sinni. Þemað er kynbætur í skógrækt til að mæta þörfum framtíðarinnar. Skráning er öllum heimil.
Skæður faraldur furulúsar í skógarfuru hérlendis virðist hafa orðið til þess að efla mjög viðnámsþrótt íslenskrar skógarfuru gegn lúsinni. Þetta gæti verið afleiðing af mjög áköfu náttúruvali á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar furulús skemmdi eða eyðilagði mikinn meirihluta skógarfurutrjáa sem gróðursett höfðu verið á landinu.