Rótarsjúkdómar nýjasta ógnin
Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um rótarsjúkdóma sem séu nýjasta ógnin í skógum landsins. Fundist hafi phytopthora-rótarsjúkdómur í gróðrarstöð hérlendis en ekki vitað til þess að hann hafi borist út í náttúruna. Rætt er við Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðing hjá Skógræktinni, sem vill að reglugerð um innflutning plantna verði endurskoðuð. Sjúkdómar sem hafi verið að breiðast út um Evrópu gætu orðið ógn í ræktun runna og trjáa hérlendis.
28.11.2018