Loftslagsskógar gera Reykjavík grænni
Götur í öllum hverfum fá grænna yfirbragð og meiri gróður, græn svæði og almenningsgarðar verða fegraðir, ásýnd borgarinnar verður blómlegri og skógrækt aukin með gróðursetningu Loftslagsskóga Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun 2020-2025 sem hvort tveggja var samþykkt í borgarstjórn í vikunni. Ræktun Loftslagsskóga Reykjavíkur er þegar hafin og þar er áætlað að bindist 7 tonn af koltvísýringi á hverju ári að meðaltali næstu hálfa öldina.
16.12.2020