Kjarnaskógur á Akureyri laðar til sín gönguskíðafólk og þeim sem æfa skíðagöngu finnst gott að stunda æfingar sínar í skjólinu sem skógurinn veitir. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 um þá aðstöðu sem boðið er upp á til skíðagöngu í Kjarnaskógi.
Við Aalto-háskólann í Finnlandi hefur verið þróað nýtt efni í klæði sem gæti leyst af hólmi önnur mengandi efni, bæði gerviefni en líka náttúruefni sem hafa mikil umhverfisáhrif eins og viskós og bómull. Efnið var notað í kjól sem Jenni Haukio, eiginkona Saulis Niinistös Finnlandsforseta klæddist nýverið opinberlega.
Erfðafræðilegum gæðum trjáa sem nota á til að binda kolefni virðist iðulega vera of lítill gaumur gefinn. Stundum virðist markmiðið um kolefnisbindingu jafnvel vera látið víkja fyrir markmiðum á borð við að nota einungis innlendan efnivið eða að nota sem flestar tegundir. Þetta er niðurstaða vísindagreinar sem kom út fyrir nokkru. Varasamt sé að láta aukamarkmið bitna á þeirri kolefnisbindingu sem möguleg er í skógrækt og nýta verði bestu þekkingu á hverjum tíma við val á tegundum, kvæmum og kynbættum efniviði.
Svo virðist sem Evrópusambandið sé að ná þeim markmiðum sem það setti sér með skógaáætlun sinni til 2020. þetta kemur fram í áfangaskýrslu sem kom út 7. nóvember og tíundar árangurinn á miðju tímabili áætlunarinnar. Í áætluninni var lögð áhersla á að hvetja til sjálfbærrar skógræktar, bæði innan sambandsins og um allan heim.
Árlegi jólamarkaðurinn Jólakötturinn verður haldinn að venju laugardaginn 15. desember kl. 10-16 að Valgerðarstöðum í Fellum. Um 60 seljendur setja upp söluborð á markaðnum og verða með fjölbreytilegan varning, jólatré og fleiri skógarafurðir, matvöru, handverk og fleira og fleira.