Gróðursetning verði árlegur viðburður allra nemenda
Um 200 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands unnu að því á degi jarðar 22. apríl að stinga aspargræðlingum í rakan sandinn. Áhersla var lögð á vandaða vinnu frekar en afköst og ánægjan skein úr andlitum flestra í hópnum. Stefnt er að því að allir nemendur skólans fái að gróðursetja á hverju vori framvegis.
17.05.2022