Um 200 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands unnu að því á degi jarðar 22. apríl að stinga aspargræðlingum í rakan sandinn. Áhersla var lögð á vandaða vinnu frekar en afköst og ánægjan skein úr andlitum flestra í hópnum. Stefnt er að því að allir nemendur skólans fái að gróðursetja á hverju vori framvegis.
Í apríllok var unnið að því í ræktunargámi Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal að græða úrvalsefni af sitkabastarði á grunnstofna sem í fyllingu tímans verða gróðursettir í frægarða til framleiðslu á íslensku fræi til skógræktar.
Snemma árs og fram í sumarbyrjun er eldhættan mest í gróðurlendi. Mikilvægt er að huga vel að brunavörnum og eiga handhægan búnað sem fljótlegt er að grípa til ef eldur kviknar í gróðri. Skógræktin tekur ásamt nokkrum öðrum stofnunum, fyrirtækjum og samtökum þátt í að efla fræðslu um varnir gegn gróðureldum. Út er komið fræðslumyndband hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um þessi efni.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimsótti aðalskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum í morgun og ræddi við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Hún segir að hjarta skógræktar á Íslandi sé á Austurlandi.
Gróðursettar hafa verið ríflega 25.000 trjáplöntur í fyrsta samstarfsverkefni Skógræktarinnar við Súrefni. Fyrsti samningurinn við Súrefni felst í gróðursetningu í Símonarskógi sem er við þjóðveg 1 vestan Markarfljóts.