Markaður með kolefniseiningar leysir ekki loftslagsvandann einn. Það þýðir þó ekki að hætta eigi algerlega við kolefnisjöfnun og að þátttaka á kolefnismarkaði sé grænþvottur. Ef nýtt hús lekur hættum við ekki að byggja heldur reynum að gera betur. Markaður með kolefniseiningar er ein af fáum aðferðum sem við höfum nú til að fjármagna náttúrulega kolefnisbindingu og varðveislu hennar í náttúrunni. Sá borgar sem mengar.
Ástæðurnar fyrir því að tré eru nauðsynleg í borgum og bæjum heimsins verða ræddar á málstofu sem verður hliðarviðburður 30. mars á sjálfbærniþingi UNECE, efnahagsráðs Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Málstofan verður send út á vefnum og er öllum opin.
Hvernig er aðlögun að loftslagsbreytingum háttað á Norðurlöndunum? Að þessu verður spurt á ráðstefnunni NOCCA'23 sem haldin verður á Grand hótel í Reykjavík 17. og 18. apríl. Skráning er hafin.
Skógræktin leitar að skógræktarráðgjafa til starfa á Vesturlandi með starfstöð í Hvammi Skorradal. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 6. mars.
Matvælaráðuneytið felldi 16. janúar úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að fyrirtæki sem flutt hafði inn trjáboli með berki frá Póllandi skyldi eyða þeim eða endursenda úr landi. Enn sem komið er hefur engin barkarbjöllutegund numið land á Íslandi, eflaust að hluta til vegna þeirra ströngu reglna sem hér gilda um innflutning á trjáplöntum. Nágrannalönd okkar hafa ekki verið jafnheppin. Í Evrópu geisa nú alvarlegir barkarbjöllufaraldrar og er talið að vandamálin af völdum þeirra eigi eftir að aukast enn í framtíðinni með áframhaldandi loftslagsbreytingum.