Valið um vind eða logn
Vindur er ekki eins mikil hindrun fyrir hjólreiðafólk og stundum er af látið. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna bendir á þetta í grein sem hann skrifar í Stundina. Trjágróður hefur til dæmis lægt vind bæði í höfuðborginni og á Akureyri samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Greinarhöfundur hvetur til aukinnar skógræktar til skjólmyndunar í þéttbýli um allt land til að bæta skilyrði til hjólreiða.
22.09.2020