Ný útgáfa birtist í dag af kröfusettinu Skógarkolefni sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt. Um leið var opnaður nýr vefur Skógarkolefnis á slóðinni skogarkolefni.is. Í tilefni Loftslagsdags Umhverfisstofnunar í Hörpu 4. maí hefur verið gefið út nýtt myndband þar sem lýst er mikilvægi kolefnisbindingar með skógrækt og ábyrgra kolefnisverkefna.
Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni, NBM, vinnur að því að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt. Frestur til að sækja um styrki er til níunda júní.
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar fór fram í fundarsal rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá við Kollafjörð föstudaginn 21. apríl. Um helmingur skráðra félaga sótti aðalfundinn og sjö nýir skráðu sig í félagið á fundinum. Nýr formaður Ungviðar er Hallþór Jökull Hákonarson, verðandi skógfræðingur og húsasmiður.
Stefnt er að því að kynna Skógarkolefnisreikni í nýjum búningi á Loftslagsdeginum sem fram fer í Hörpu í Reykjavík fjórða maí. Dagskrá Loftslagsdagsins er fjölbreytt og sérstakur gestur verður Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar hjá Skógræktinni, tekur þátt í umfjöllun og umræðum um losun Íslands 1990-2050.
Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, auglýsir eftir háskólanema í verkefnið „Nákvæmni mælinga með drónamyndum á áhrifum á íslensk gróðurvistkerfi“.