„Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré,“ segir bóndinn á Skíðbakka í Austur-Landeyjum sem þakkar miklum trjágróðri og skjólbeltum á jörð sinni að ekki skyldi verða meira tjón þar í óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudag. Aukið skóglendi hefur líka breytt veðurfari á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum áratugum og vafalaust víðar í þéttbýli hérlendis.
Skipulag, hönnun og undirbúningur ferðamannastaða er viðfangsefni á námstefnu Endurmenntunar LbhÍ sem haldið verður 21. febrúar á Keldnaholti Reykjavík. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, t.a.m. fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum og áhugamannafélögum.
... en tré eru bara tvö prósent af Íslandi. Sem sagt, við þurfum fleiri tré. Og þú ætlar að hjálpa! Þetta sögðu þau Baldur Björn Arnarsson og Linda Ýr Guðrúnardóttir dagskrárgerðarmenn þegar þau heimsóttu Eddu Sigurdísi Oddsdóttur á Mógilsá í nýjum dagskrárlið í Stundinni okkar sem kallast Jörðin.
Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður efnir opnar sýningu á endurbættri húsgagnalínu úr íslenskum viði undir merkjum Skógarnytja fimmtudagskvöldið 27. mars. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Byggingaleyfi hefur verið veitt fyrir fyrsta fótboltaleikvanginum í heiminum sem reistur verður eingöngu úr timbri. Hann hefur minnsta kolefnisspor allra slíkra mannvirkja í heiminum og getur jafnvel orðið kolefnisneikvæður.