Vindur er ekki eins mikil hindrun fyrir hjólreiðafólk og stundum er af látið. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna bendir á þetta í grein sem hann skrifar í Stundina. Trjágróður hefur til dæmis lægt vind bæði í höfuðborginni og á Akureyri samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Greinarhöfundur hvetur til aukinnar skógræktar til skjólmyndunar í þéttbýli um allt land til að bæta skilyrði til hjólreiða.
Í haust er biðlað til þjóðarinnar að safna fræi af birki um allt land og dreifa því á völdum, beitarfriðuðum svæðum. Einnig má skila inn fræi sem Lionsklúbbar, skógræktarfélög, Kópavogsbær og fleiri sjá um að dreifa. Forseti Íslands og umhverfisráðherra tíndu fyrsta fræið í dag.
Hringbraut frumsýnir um þessar mundir tvo þætti um friðun Þórsmerkur og Goðalands í eitt hundrað ár. Í þáttunum er fjallað um ástæður þess að bændur ásamt prestinum í Odda ákváðu að afsala sér beitirétti á Þórsmörk 1920 og Skógræktinni var falið að vernda svæðið og byggja upp gróðurfar þess á ný.
Skógræktin og Landgræðslan standa saman að nýrri tilraun á Hólasandi þar sem kannað verða hvernig sjö tegundir belgjurta þrífast á sandinum með hjálp moltu. Markmiðið er að finna hentugar niturbindandi tegundir sem hjálpað geta birki að vaxa upp á örfoka landi.
Skógarnefnd FAO, COFO, kemur saman 5.-9. október á fundi sem halda átti í júní en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal viðfangsefna fundarins eru áhrif COVID-19 á skógargeirann í heiminum og hvernig bregðast megi við afleiðingunum en einnig verður rætt um skógrækt sem náttúrlega lausn gegn loftslagsvandanum, farið yfir undirbúning næstu alheimsráðstefnu um skóga og fleira.