Skógarbóndi á Austurlandi segir ríkið ekki hafa staðið ið samninga sína við skógarbændur. Niðurskurður til skógræktarverkefna bitni nú á gæðum skóganna því ekki sé til fjármagn til að sinna grisjun sem orðin sé aðkallandi vegna fjárskorts. Í stað þess að gróðursetning upp í samninga við bændur taki tíu ár líti út fyrir að hún muni taka 40 ár. Bændablaðið fjallar um málið
Skrifað hefur verið undir samning milli Skógræktarinnar og BYKO um mat á bindingu skógræktar og náttúrulegra birkiskóga í landi fyrirtækisins að Drumboddsstöðum í Biskupstungum. Náttúrulega birkið hefur breiðst mikið út á rúmum 30 árum og flatarmál þess rúmlega þrefaldast. Meðalhæð birkisins hefur líka hækkað.
Eigendur Hrafnhóla undir Esjuhlíðum sunnanverðum hafa sótt um leyfi til að reisa tvö gróðurhús, hvort um sig 2.500 metra að stærð, til að rækta skógarplöntur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Árhringjavöxtur var sambærilegur síðastliðna öld í birki og reynvið í Ranaskógi Fljótsdal. Nokkur munur er þó á því hvenær tegundirnar bregðast við úrkomu og hita. Hitinn ræður meiru um ársvöxt reyniviðar en birkis. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju BS-verkefni.
Ekki er vænlegt til árangurs að rækta hagaskóg með því að gróðursetja lerki í ógirt land þar sem sauðfjárbeit. Þetta er meginniðurstaða þriggja ára tilraunar sem gerð var í Húnaþingi vestra.