Á tímabilinu 1987 til 2007 varð engin breyting á lífmassa ofanjarðar í náttúrulegu birkiskóglendi á Íslandi. Eðlilega mældist hins vegar aukning á svæðum þar sem birki hefur numið nýtt land. Þetta eru niðurstöður íslenskra vísindamanna sem birtar hafa verið í ritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS).
Skógræktarfélag Kópavogs hefur í samvinnu við Kópavogsbæ opnað fræðslusetur í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þar er fyrsta flokks aðstaða til útikennsla og lögð verður áhersla á náttúrulæsi, umhverfis- og náttúruvernd og áhrif loftslagsbreytinga á umhverfið.
Nokkrir landeigendur á Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi sameinuðust um girðingar á jörðum sínum til að auðveldara og hagkvæmara væri að stunda þar uppgræðslu og skógrækt. Nú er ströndin farin að standa undir nafni sínu og þar breiðast út bæði ræktaðir skógar og villt birkiskóglendi. Girðingin nær utan um átta samliggjandi jarðir, samtals um 12 þúsund hektara. Af þessum átta jörðum er skógrækt stunduð á fimm þeirra en allur gróður á svæðinu er í mikilli framför.
Auður, heilsa og vellíðan sem norrænir skógar gefa er viðfangsefni hringborðs um norrænu skógarauðlindina sem verður haldið 9.-10. október í Koli-þjóðgarðinum í Finnlandi. Þar verður brugðið upp framtíðarmynd af sjálfbæru lífhagkerfi framtíðarinnar byggt á skógarauðlindinni.
Enn er pláss fyrir Íslendinga á tengslamyndunardegi NordGen Forest sem fram fer á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík 19. september. Þar er tækifærið til að þróa draumaverkefnið á sviði skógfræði, læra hvernig sækja skuli um styrki og kynnast nýju rannsóknarfólki í skoðunarferð um íslenska náttúru.