Af þintegundum þekkja flest okkar líklega helst nordmannsþin sem kenndur er við finnska grasafræðinginn Alexander von Nordmann – en alls engan Norðmann. Sú tegund er upprunnin í fjöllunum sunnan og austan við Svartahaf. Hún getur vaxið við allrabestu aðstæður á Íslandi en ekki er raunhæft að rækta hana hér til jólatrjáaframleiðslu miðað við núverandi loftslag. Öðru máli gegnir um hinn norður-ameríska fjallaþin. Með kynbættum afbrigðum fjallaþins sem ræktuð hafa verið fram hérlendis gæti hillt undir að íslenskur fjallaþinur velgi nordmannsþin ærlega undir uggum á jólatrjáamarkaðnum í framtíðinni.
Markaður með kolefniseiningar leysir ekki loftslagsvandann einn. Það þýðir þó ekki að hætta eigi algerlega við kolefnisjöfnun og að þátttaka á kolefnismarkaði sé grænþvottur. Ef nýtt hús lekur hættum við ekki að byggja heldur reynum að gera betur. Markaður með kolefniseiningar er ein af fáum aðferðum sem við höfum nú til að fjármagna náttúrulega kolefnisbindingu og varðveislu hennar í náttúrunni. Sá borgar sem mengar.
Ástæðurnar fyrir því að tré eru nauðsynleg í borgum og bæjum heimsins verða ræddar á málstofu sem verður hliðarviðburður 30. mars á sjálfbærniþingi UNECE, efnahagsráðs Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Málstofan verður send út á vefnum og er öllum opin.
Hvernig er aðlögun að loftslagsbreytingum háttað á Norðurlöndunum? Að þessu verður spurt á ráðstefnunni NOCCA'23 sem haldin verður á Grand hótel í Reykjavík 17. og 18. apríl. Skráning er hafin.
Skógræktin leitar að skógræktarráðgjafa til starfa á Vesturlandi með starfstöð í Hvammi Skorradal. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 6. mars.