Ýmsar leiðir eru til að binda kolefni og jafna koltvísýringslosun frá athöfnum okkar og starfsemi. En mikilvægt er að allir geti treyst því að sú kolefnisjöfnun sem auglýst er hafi raunverulega farið fram. Þess vegna er nauðsynlegt að kolefnisjöfnun sé vottuð.
Prófanir Skógræktarinnar og fjarkönnunarfyrirtækisins Svarma á notkun dróna með LiDAR-tækni til skógmælinga lofa mjög góðu. Ljóst er að tæknin getur nýst mjög vel við að meta lífmassa í skógi og þar með kolefnisbindingu. Gögnin sem mælingarnar gefa sýna til dæmis hæð einstakra trjáa í skóginum með nokkurra sentímetra nákvæmni. Frá þessu er sagt í nýju myndbandi sem Skógræktin hefur gefið út.
Vinnuvika starfsfólks Skógræktarinnar styttist um fjóra klukkutíma um mánaðamótin. Þar með hefur stofnunin ráðist í þá styttingu vinnuvikunnar sem heimiluð var í flestum kjarasamningum sem undirritaðir voru veturinn 2019-2020. Í breytingunni felst ekki krafa um að starfsfólk hlaupi hraðar heldur verður fólki hjálpað að nýta tímann í vinnunni betur, að sögn mannauðsstjóra Skógræktarinnar.
Tilraunir með stungu órættra aspargræðlinga í lúpínubreiður gefa til kynna að nauðsynlegt sé að jarðtæta svæði að vori ef nota á hefðbundna 20 sentímetra langa græðlinga í slíkum verkefnum. Einnig kemur í ljós að vænlegast geti verið að nota lengri græðlinga ef minni inngrip eru gerð í formi jarðvinnslu. Þetta er meðal niðurstaðna í tilraunum Jóhönnu Bergrúnar Ólafsdóttur, sérfræðings á Mógilsá.
Grein um fyrstu rannsóknina sem gerð er á áhrifum misþungrar sumarbeitar sauðfjár á rússalerki er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að óhætt sé að nýta ungan, óblandaðan lerkiskóg til sumarbeitar.