Opið verður í Haukadalsskógi tvær helgar í desember og þá getur fólk komið í skóginn til að sækja sér jólatré. Verð er óbreytt frá síðustu árum.
Staðarkvæmi birkis þrifust verr en önnur sunnlensk kvæmi í fjórtán ára tilraun með birkikvæmi víðsvegar að af landinu sem gerð var við Keflavíkurflugvöll. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, er annar tveggja höfunda greinar um tilraunina sem komin er út í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Höfundarnir mæla með því að lögð verði áhersla á þau kvæmi sem stóðu sig best í þessari tilaun þegar rækta á birkiskóg í ófrjósömum jarðvegi Suðurnesja.
Arnór Snorrason og Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingar á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar, hafa birt grein í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences þar sem þeir báru saman aðferðir til að reikna út lífmassa birkiskóga.
Hinn árlegi jólamarkaður í Vaglaskógi verður haldinn í húsakynnum Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal sunnudaginn 9. desember kl. 13.-17. Vegna veðurs og ófærðar þurfti að fresta markaðnum en hann hafði áður verið auglýstur 1. desember. Fjölbreyttur varningur handverksfólks úr sveitinni verður til sölu en einnig jólatré, greinar, arinviður og fleira úr skóginum.
Í skógi sem ræktaður er í 200 ár má binda nærri tvöfalt meira kolefni með því að nytja skóginn í stað þess að láta hann vaxa óáreittan. Athuganir á samanlögðum bindingaráhrifum nytjaskógar í samanburði við ónytjaðan skóg sýna að nytjaskógrækt og kolefnisbinding fer mjög vel saman.