Skógræktin og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til kynningarfundar um landsáætlun í skógrækt föstudaginn 11. júní kl. 09-10. Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti á Teams.
Um 25 lítrum af birkifræi sem safnaðist á Norðurlandi í landsátaki á liðnu hausti var dreift á Hólasandi 25. maí. Valið var svæði á sandinum þar sem dreift hefur verið gori úr sláturhúsi og fæst nokkur samanburður á því hvernig fræinu reiðir af með og án áburðaráhrifa frá gornum. Þessa dagana er verið að dreifa síðasta fræinu úr landsátakinu og fer það meðal annars í Selfjall í Lækjarbotnum þar sem sumarstarfsfólk sér um dreifinguna.
Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal júnímánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum teygjuhelmu, Mycena epipterygia.
Skemmdir á sitkagreni í Reykjavík af völdum sitkalúsar eru umfjöllunarefni nýrrar greinar sem komin er út í ritrýnda tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er sagt frá rannsókn sem bendir til þess að samspil hærri vetrarhita, aukinnar tíðni faraldra og aukið köfnunarefni í barrnálum séu helstu ástæður fyrir auknum skemmdum á sitkagrenitrjám í Reykjavík.
Ísland þarf að fjárfesta í skógrækt fyrir tíu milljarða fram til ársins 2025 ef loftslagsmarkmið landsins eiga að nást 2040. Þetta segir Jón Ágúst Þor­steins­son, for­stjóri um­hverf­is­stjórn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Klappa grænna lausna, í viðtali við Morgunblaðið. Jón Ágúst telur með dómi hol­lensks dóm­stóls yfir olíu­fyr­ir­tækinu Shell í síðustu viku hafi al­menn­ing­ur og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök fengið nýtt vopn í hend­urn­ar.