Með því að kaupa gjafabréf fyrir 2.500 krónur má gróðursetja 2.500 tré í fátæku landi og bæta þar með bæði náttúrufar og lífsskilyrði fólks. Þetta er jákvæð aðgerð í bæði mannúðar- og loftslagsmálum.
Stefna þarf á sjálfbæra þróun sem hefur að leiðarljósi að byggja upp og varðveita skógarauðlind sem þjónar hagrænum og umhverfistengdum markmiðum sem auka lífsgæði og velferð Íslendinga horft til langrar framtíðar. Þetta ritar Albert Þór Jónsson viðskiptafræðingur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann hvetur lífeyrissjóði til að huga að skógrækt sem langtímafjárfestingu.
Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er rætt við Björn Bjarndal Jónsson, verkefnastjóra afurðamála hjá Skógræktinni, um þær tilraunir sem nú eru að hefjast í samvinnu Skógræktarinnar, Límtrés Vírnets og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á framleiðslu límtrés úr íslensku timbri. Björn vonast til að á miðju þessu ári verði komnar niðurstöður úr þessum tilraunum og þá verði vonandi hægt að huga að næsta stigi, framleiðsla á einhverju úr þessu íslenska límtré.
Best er að sinna viðhaldi og mótun víðiskjólbelta frá upphafi og klippa þau með fárra ára millibili. Nokkuð hefur skort á að hentug tæki til skjólbeltaklippinga væru fyrir hendi hérlendis en nýlega fór Skógræktin með verktaka á nokkur býli á Vestfjörðum til að fylgjast með snyrtingu skjólbelta. Árangurinn reyndist vonum framar.
Ástæða er til að hvetja Íslendinga til að taka þátt í könnun sem Boku, náttúruauðlinda- og lífvísindaháskólinn í Vínarborg leggur nú fyrir Evrópubúa. Þar eru könnuð viðhorf fólks í Evrópulöndum til skóga og hvaða gildi fólk telur að skógar hafi.