Skógræktin auglýsir eftir aðilum til að framleiða alaskaösp til afhendingar árin 2020 og 2021. Lágmarksmagn á framleiðanda er 500 bakkar.
Skógræktarstjóri vonar að björgunarsveitirnar og Skógræktarfélag Íslands haldi áfram að bjóða landsmönnum að kaupa Rótarskot um áramót og upp vaxi „Áramótaskógar“ um allt land. Rætt var við hann um aukna skógrækt í landinu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan miðbæ á Selfossi. Þar er brugðið út af þeirri algengu venju að ryðja burt öllum trjágróðri áður en grafið er fyrir grunnum húsa. Í staðinn eru rótgróin tré skilin eftir og því þarf ekki að bíða áratugi eftir að slíkur trjágróður prýði hinn nýja miðbæ.
Björgunarsveitirnar bjóða nú fólki sem vill draga úr eða hætta flugeldakaupum að kaupa í staðinn trjáplöntur sem gróðursettar verða á Hafnarsandi í Ölfusi. Trén má líka kaupa sem mótvægi við mengun af völdum flugeldanna.
Skógræktin óskar samstarfsfólki sínu, skógarbændum og öðrum skógræktendum, samstarfsstofnunum og -fyrirtækjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með þökkum fyrir líðandi ár. Megi nýtt ár færa okkur nýja sigra í skógræktarstarfinu og skógar landsins stækka hraðar en nokkru sinni fyrr.