Hratt flýgur stund og senn nálgast jólin. Starfsfólk Skógræktarinnar á Suðurlandi hóf fyrir helgi að fella torgtré sem sett verða upp víða hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum á næstunni og skreytt ljósum. Um miðjan nóvember verður farið að fella stofutrén.
Tugir skógarbænda hvaðanæva af landinu komu saman á málþingi sem fram fór á Varmalandi í Borgarfirði 14. október. Viðburðurinn var angi af degi landbúnaðarins hjá Bændasamtökum Íslands. Fjölbreytt erindi voru flutt á málþinginu og þau eru nú aðgengileg á glærum og myndböndum á vefnum.
Sú hugmynd að staðarefniviður sé bestur í skógrækt er lífseig og hana má rekja til þess þegar fólk fór að gróðursetja tré í stað þeirra sem felld voru. Vísindin hafa hins vegar leitt í ljós að staðarefniviður er sjaldnast besti efniviðurinn.
Gróðureldar í nútíð og framtíð verða meðal umfjöllunarefna á fjórðu námstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem fram fer á 20. og 21. október undir yfirskriftinni Á vakt fyrir Ísland. Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni, miðlar þar af reynslu sinni af spágerð um útbreiðslu skóga á landinu með hlýnandi loftslagi og starfi að vörnum gegn gróðureldum.
Skipuleggjendur heimsþings IUFRO, alþjóðasamtaka skógrannsóknastofnana, óska nú eftir áhugasömu og þjónustulunduðu ungu fólki til að gerast sjálfboðaliðar á þinginu sem haldið verður í Stokkhólmi í júní á næsta ári.