Líf í lundi um helgina
Líf í lundi er yfirskrift fjölbreyttra viðburða sem verða í skógum víða um land um helgina. Skógræktin tekur að venju þátt í undirbúningi og framkvæmd Skógardagsins mikla á Hallormsstað en svo eru skógræktarfélög víða um land með ýmiss konar viðburði í skógum sínum. Viðburðirnir verða flestir á laugardag, 25. júní en annars á sunnudaginn.
20.06.2022