Kolefnisforði jarðvegs í barrskógi minnkar ef allur lífmassi trjánna er fjarlægður við grisjun. Mikilvægt er fyrir kolefnisbúskapinn að grennra efni en nýtanlegir trjábolir sé skilið eftir til að rotna í skóginum. Sú aðferð hefur einmitt verið notuð við skógarnytjar og -umhirðu hérlendis.
Landbúnaðarráðherra hefur falið Sambandi garðyrkjubænda að kynna Kolefnisbrúna garðyrkjubændum og framleiðendum garð- og skógarplantna. Markmiðið er að þessir aðilar geti unnið að kolefnisbindingu í rekstri sínum og jafnvel boðið öðrum slíka þjónustu.
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um sjálfboðastörf á Þórsmerkursvæðinu í sumar. Sjálfboðaliðar dvelja allt að ellefu vikum á Þórsmörk á komandi sumri. Með því að lengja dvalartíma sjálfboðaliða hefur tekist að fækka flugferðum vegna sjálfboðaliðanna. Að auki gróðursetja þeir tré í þjóðskógum Suðurlands til að stuðla að bindingu á móti losun vegna ferðalaga sinna.
Myndir af sveppum sem þrífast á trjám og í skógum landsins prýða dagatal Skógræktarinnar fyrir árið 2021. Dagatalið má prenta út en því fylgja einnig myndir með innfelldum mánaðardögum sem fólk getur notað sem skjáborðsmynd á tölvum sínum og skipt um mánaðarlega.
Farfuglar og Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í Reykjavík eru með jólamarkað fyrir jólin og selja m.a. íslensk jólatré. Í samvinnu við Skógræktina var útbúið veggspjald sem sýnir í stuttu máli yfirburði íslenskra jólatrjáa miðað við innflutt lifandi tré eða gervijólatré. Þetta eru sígild skilaboð. Gleðileg jól!