Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög verður haldið á Vöglum í Fnjóskadal 30. maí til 1. júní. Það er öllum opið og hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.
Skógræktarfélag Ísfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa að námskeiði um gerð náttúrustíga 19.-20. maí þar sem farið verður yfir grunnþætti í gerð náttúrustíga, m.a. notkun verkfæra, grjótvinnu (þrep), þrep í skóglendi og afrennsli stíga.
Skógræktin tók þátt í Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar sem fram fór í Hörpu í Reykjavík fjórða maí, bæði með erindi og umræðum um loftslagsmál og kolefnisbindingu og einnig með kynningarbás þar sem Skógarkolefnisreiknir var kynntur. Gestir sýndu reikninum mikinn áhuga.
Ný útgáfa birtist í dag af kröfusettinu Skógarkolefni sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt. Um leið var opnaður nýr vefur Skógarkolefnis á slóðinni skogarkolefni.is. Í tilefni Loftslagsdags Umhverfisstofnunar í Hörpu 4. maí hefur verið gefið út nýtt myndband þar sem lýst er mikilvægi kolefnisbindingar með skógrækt og ábyrgra kolefnisverkefna.
Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni, NBM, vinnur að því að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt. Frestur til að sækja um styrki er til níunda júní.