Í þriggja ára verkefnaáætlun um uppbyggingu innviða til ferðamannastaða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum renna alls 95,6 milljónir króna til verkefna í þjóðskógum árin 2020-2022. Stærstu verkefnin eru í viðhald gönguleiða á Þórsmörk og Goðalandi, en nýtt þjónustuhús og eldaskáli í Vaglaskógi hlýtur einnig drjúgan styrk.
Skógræktin hefur nú hlotið jafnlaunavottun sem staðfestir að hjá stofnuninni hafi verið komið á jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals. Stofnunin fékk háa einkunn í vottunarúttekt og með vottuninni er betur tryggt að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.
Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir nú sem í boði er í samvinnu við UEF-háskólann í Austur-Finnlandi til meistara- og jafnvel doktorsnáms í skógvistfræði. Rannsökuð verður framleiðni skógar, jarðvegsvistfræði og hringrás gróðurhúsalofttegunda á Suðurlandi.
Símenntun LbhÍ stendur í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu, Skógræktina og Verkís fyrir námskeiði 3. apríl að Reykjum í Ölfusi um forvarnir gegn gróðureldum. Þar verður m.a. kynntur upplýsingavefurinn grodureldar.is.
Fjórum námskeiðum er nú lokið í námskeiðaröðinni Loftslagsvænn landbúnaður sem fram fer um þessar mundir í öllum landshlutum. Góðar umræður hafa skapast á námskeiðunum og fólk er áhugasamt um málefnið. Sauðfjárbændur sem lokið hafa námskeiðinu geta sótt um formlega þátttöku í samnefndu verkefni.