Skógarviðburðir undir merkinu „Líf í lundi“ verða í átta skógum á landinu laugardaginn 20. júní og finna má upplýsingar á skogargatt.is. Listinn er styttri í ár en venjulega vegna kórónuveirunnar en fólk er hvatt til að nýta þjóðskógana og aðra skóga landsins til útiveru þennan dag, auk viðburðanna sem í boði eru.
Aukið fé til grisjunar skóga og aukin gróðursetning hefur skapað störf fyrir fólk sem varð verkefnalaust í veirufárinu. Verktaki sem áður vann við leiðsögn ferðamanna hefur nú nóg að gera við gróðursetningu og grisjun með tvo til þrjá með sér.
Áhrif loftslagsbreytinga á fínrætur og örverusamfélög á rótum birki- og greniskóga eru viðfangsefni í doktorsverkefni sem tekið verður til varnar við háskólann í Tartu Eistlandi 16. júní.
Tveir starfsmenn Skógræktarinnar brautskráðust 5. júní frá Landbúnaðarháskóla Íslands með meistarapróf í skógfræði og einn með doktorspróf. Fjórði starfsmaðurinn brautskráðist með B.S.-gráðu í skógfræði og var jafnframt meðal þriggja nemenda sem fengu hæsta einkunn fyrir lokaverkefni hjá skólanum.
Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hefur endurútgefið bók sína, Skógarnytjar, á rafrænu formi og er hún því aðgengileg öllum sem fræðast vilja um nytjar á viði úr íslenskum trjám.