Nýr samningur um Landgræðsluskóga var undirritaður mánudaginn 11. febrúar og felur hann í sér áframhaldandi stuðning ríkisins við verkefnið. Nýi samningurinn gildir til næstu fimm ára og felur í sér 45-55 milljóna króna árlegt framlag til verkefnisins, alls 260 milljónir á tímabilinu.
Í lesendabás Bændablaðsins sem kom út 14. febrúar er skemmtileg grein eftir Guðjón Jensson þar sem hann skrifar um reynslu sína af skógrækt, fjallar um stafafuru sem hann segir verðmætustu trjátegundina í Svíþjóð, segir frá eftirminnilegri heimsókn þangað til lands og fleira.
Brunavarnir Árnessýslu, Landbúnaðarháskóli Íslands, verkfræðistofan Verkís og Skógræktin standa fyrir námskeiði um forvarnir gegn gróðureldum föstudaginn 8. mars. Námskeiðið verður haldið að Reykjum í Ölfusi og hentar sérstaklega bændum, skógareigendum og öðrum sem eiga eða sjá um land þar sem eldur getur brunnið og ógnað verðmætum.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2018. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við dag umhverfisins 25. apríl.
Ef jarðarbúar gróðursettu þúsund milljarða trjáplantna á næstu árum myndi hinn aukni trjágróður hlutleysa allan útblástur af mannavöldum í heilan áratug. Nóg er af landi um allan heim sem ekki þarf að nota í annað.