Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni og menningarminjar, NBN, auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Að þessu sinni verður m.a. lögð áhersla á styrki sem snerta líffjölbreytni, minjar og loftslagsmál. Umsóknarfrestur er til 6. júní.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag samkomulag um tilrauna- og átaksverkefni með Vistorku og Akureyrarbæ þar sem molta verður nýtt í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu á Norðurlandi. Framlag ráðuneytisins nemur 15 milljónum króna en heildarumfang verkefnanna er metið á um 40 milljónir. Skógræktin leggur til vinnu við ráðgjöf, umsjón og vinnu við rannsóknarþætti verkefnanna.
Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar, ver á föstudag meistararitgerð sína í skógfræði við náttúru- og skógardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Meistararitgerðin nefnist „Notkun aspargræðlinga í nýskógrækt, samanburður á aðferðum, efnivið og landgerðum“.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um í nýútkomnu tölublaði Rits Mógilsár benda til þess að nægjanlegt sé að gróðursetja á bilinu 2.500-3.000 plöntur á hektara í lerkirækt á Héraði. Lítil samkeppni var enn um vaxtarrými 15 árum eftir gróðursetningu, óháð því hversu þétt hafði verið gróðursett.
Kerstin Frank ver í dag meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða þar sem rannsakað er vistkerfi tveggja skógarreita á Vestfjörðum og könnuð viðhorf almennings til skógræktar á svæðinu. Lítil binding mældist í skógunum tveimur og enginn marktækur munur á uppleystu kolefni eða köfnunarefni í lækjum sem runnu gegnum eða utan reitanna enda skógurinn ungur.