Með því að leggja 15 milljónir króna á ári í ræktun á íslenskum jólatrjám gæti jólatrjáaframleiðsla hér, innan fárra ára, annað eftirspurn landsmanna eftir lifandi jólatrjám. Fyrir skógareigendur er hagstæðara að rækta og selja jólatré en að framleiða timbur.
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða 5 milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2019.
Samstarfsnet kynningarfólks í evrópska skógargeiranum auglýsir eftir myndböndum frá kennurum um hvernig skólabörn séu frædd um skóga. Skilafrestur myndbanda hefur verið framlengdur til 31. janúar 2019.
Í undirbúningi er á Alþingi frumvarp um breytingar á tekjuskatti sem gera myndu greiðslur til bindingarverkefna undanþegnar tekjuskatti. Frádráttarbær yrðu framlög til bindingar sem næmu allt að 0,84 prósentum tekna.
Stór hluti Íslands er rofið land. Víðerni landsins eru verðmæti og um þau þarf að standa vörð eins og önnur náttúruverðmæti. Engum blöðum er um það að fletta að hingað sækir fólk hvaðanæva úr heiminum til að njóta náttúrunnar og ekki síst víðlendra svæða þar sem lítið eða ekkert sést af mannvirkjum. Ólíklegt má telja að víðerni Íslands hefðu minna aðdráttarafl fyrir ferðamenn ef þau væru gróin.