Loftslagsráð leggur áherslu á endurheimt vistkerfa skóga, votlendis, þurrlendis og sjálfbæra beitarnýtingu. Marka þarf skýra sýn á þátt lífríkis og vistkerfa á landi í að þróa lágkolvetnasamfélag framtíðarinnar og skapa önnur lífsgæði. Þetta kom fram í inngangserindi Halldórs Þorgeirssonar, formanns Loftslagsráðs, á Fagráðstefnu skógræktar sem hófst á Hótel Hallormsstað í morgun.
Hátt í 140 manns eru nú skráð á Fagráðstefnu skógræktar sem hefst á Hótel Hallormsstað á morgun, miðvikudaginn 3. apríl. Loftslagsmál og landnýting eru meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni og tekur Landgræðslan þátt í ráðstefnuhaldinu. Inngangsfyrirlestur flytur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Myndarlegur fasani spígsporaði milli trjánna við gróðrarstöðina Þöll í Hafnarfirði þegar starfsfólk þar kom til vinnu í morgun. Talið er að fuglinn hafi komið til landsins með flutningaskipi sem nú liggur við bryggju í Hafnarfirði. Fasaninn veðrur til sýnis til kl. 16 í dag.
Ungmennafélagið Bjarmi í Þingeyjarsveit efnir til útivistardags í Vaglaskógi laugardaginn 30. mars í samstarfi við Skógræktina. Keppt verður í snjóskúlptúragerð og skíðasprettgöngu, gestir fá að reyna sig í skíðaskotfimi og þjálfari veitir leiðsögn í skíðagöngu ásamt fleiru.
Á alþjóðlegum degi skóga á fimmtudaginn var, 21. mars, afgreiddi umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til annarrar umræðu frumvarp til laga um skóga og skógrækt. Annar varaformaður nefndarinnar telur mikilvægt að loftslagsaðgerðir sem flétta saman mörg markmið, s.s. skógrækt, gróður- og jarðvegsvernd og sjálfbærar nytjar, skuli hafa forgang.