Endurmenntun LbhÍ auglýsir námskeið um sveppi og nýtingu sveppa laugardaginn 27. ágúst á Keldnaholti í Reykjavík. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki.
Birki var eina trjátegundin á Íslandi áður en landið byggðist sem myndað gat samfellt skóglendi. Formlegt heiti tegundarinnar á íslensku er ilmbjörk enda fyllir ilmur hennar vitin, einkum þegar hún laufgast á vorin og fram á sumar.
Formaður staðlaráðs segir Ísland aftarlega á merinni þegar samkeppnishæfni ríkja heimsins er mæld, ekki síst í samanburði við nágrannalöndin. Góðir staðlar eru lykillinn að samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum og Skógræktin er nefnd sem einn þeirra aðila á Íslandi sem hafi áttað sig á þessu. Stofnunin hefur unnið að því undanfarin ár að koma upp stöðlum fyrir vottuð kolefnisverkefni.
Stefnumót verður við Múlatorg á Selfossi verður að Fossheiði 1 á Selfossi laugardaginn 16. júlí. Þar verður fagnað þrjátíu ára útgáfuafmæli tímaritsins Sumarhússins og garðsins. Auk skemmtiatriða verður opinn markaður þar sem um 25 seljendur verða með ýmislegt á boðstólum.
Páll Sigurðsson skógfræðingur stýrir í sumarlok námskeiði á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem kennd verða undirstöðuatriði í skógfræði. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Farið verður í vettvangsferðir í skóga, heimsóknir til stofnana og fyrirtækja og farið vítt og breitt um fagsvið skógræktar og landgræðslu á Íslandi.