Lítil stafafura sem gæti orðið fallegt jólatré eftir fáein ár.Stafafura er algengasta innlenda jólatréð en einnig er selt íslenskt rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur.

Aðrar tegundir eru ekki nýttar sem jólatré að neinu marki þótt nokkrar til viðbótar gætu vel komið til greina eins og degli og skógarfura til dæmis.

Nordmannsþinur, sem er algengasta innflutta jólatréð, er þó líklega of suðlæg tegund til að henta að marki til jólatrjáræktar á Íslandi.

Algengustu tegundirnar í jólatrjárækt á Íslandi:

StafafuraFjallaþinurRauðgreniBlágreniSitkagreni

Vonir bundnar við kynbættan fjallaþin

Ef auka á framleiðslu íslenskra jólatrjáa er talið vænlegast að auka hlutdeild stafafuru með markaðsstarfi og hefja framleiðslu á fjallaþin til að keppa við innfluttan nordmannsþin.

Fjöldi seldra íslenskra jólatrjáa eftir tegundum á árabilinu 2000-2013. Smellið á súluritið til að sjá það stærra. Mynd: Else Møller.

Hjá Skógræktinni er nú unnið að kynbótum á fjallaþin undir stjórn Brynjars Skúlasonar, skógerfðafræðings á Mógilsá, rannsókna­sviði Skógræktarinnar. Markmiðið er að rækta fræ með því að para saman úrvalstré og gætu fyrstu fræin fengist þroskast kringum árið 2020 og fyrstu kynbættu þinirnir komið á markað sem jólatré áratug síðar ef allt gengur vel. Haustið 2017 var gróðursett í tvo frægarða fjallaþins á Vöglum á Þelamörk Hörgárdal, annars vegar blátt afbrigði og hins vegar grænt. Þaðan er vænst fræja í fyllingu tímans til ræktunar fjallaþins sem jólatrés.

Helstu ræktendur

Skógræktin og skógræktarfélögin hafa verið aðalframleiðendur jólatrjáa til þessa en síðustu ár hafa nokkrir skógarbændur bæst í þann hóp undir forystu Landssamtaka skógareigenda. Á línuritinu hér fyrir neðan má sjá hvernig sala íslenskra jólatrjáa hefur skipst milli tegunda og breytingar hin síðari ár.

Fjöldi jólatrjáa sem seld voru á vegum skógræktarfélaga og Skógræktarinnar á árunum 2000-2013. Smellið á línuritið til að sjá það stærra. Mynd: Else Møller.Algengar tegundir erlendis

Í Evrópu er nordmannsþinur (Abies nordmanniana) ein algengasta tegundin í jólatrjáarækt en aðrar algengar tegundir eru evrópuþinur (Abies alba), rauðgreni (Picea abies), skógarfura (Pinus sylvestris) og broddgreni (Picea pungens) sem er amerísk tegund. í Norður-Ameríku eru svolítið aðrar tegundir algengastar og fer það eftir svæðum. Nefna má tegundir eins og glæsiþin (Abies fraseri), balsamþin (Abies balsamea), degli (Pseudotsuga menziesii) og broddgreni (Picea pungens). Sömuleiðis er hin evrópska skógarfura (Pinus sylvestris) líka ein algengasta tegundin í jólatrjáarækt vestan hafs.

Algengustu tegundirnar í jólatrjárækt á Íslandi:

StafafuraFjallaþinurRauðgreniBlágreniSitkagreni