Picea pungens

Hæð: Stórt tré, gæti náð a.m.k. 20 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með breiða krónu

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Hvaða landshluta: Innsveitir á N- og A-landi

Sérkröfur: Ekki gróðursetja í rýra lyngmóa

Styrkleikar: Blátt barr

Veikleikar: Hægur vöxtur, sprotadauði vegna sjúkdóms

Athugasemdir: Allmikið var gróðursett af broddgreni á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Flest trén drápust en til eru nokkrir einstaklingar sem náð hafa góðum þroska. Íslenska sumarið er líklega of svalt fyrir broddgreni. Ekki er hægt að mæla með ræktun þess