Þú getur sótt jólatré í skóginn eða keypt nýtt og ferskt íslenskt tré í öllum landshlutum á aðventunni 2022
Skógræktin, skógræktarfélög og fleiri bjóða fólk velkomið í skógana fyrir jólin til að velja rétta jólatréð. Slík ferð er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra.
Þegar jólatré eru sótt í skóginn fær fólk lánaða sög og fylgir síðan leiðbeiningum starfsfólks um hvar megi sækja tré og hvernig bera skuli sig að.
Hér fyrir neðan má sjá hvar hægt er að ná sér í tré í skógum Skógræktarinnar og skógræktarfélaga fyrir jólin ásamt fleiri upplýsingum. Neðst er hlekkur á jólatrjáavef skógræktarfélaganna og einnig á fræðsluvef Skógræktarinnar um jólatré og ræktun þeirra.
Tré sem fólk sækir sjálft í skóginn hafa ákveðið gildi umfram tré sem keypt eru tilbúin á jólatrjáamörkuðum. Hugtakið „okkar tré“ fær aukna merkingu auk þess sem þetta er skemmtileg útivera í skógi á árstíma þegar fólk sækir minna í skóginn en annars er. Þessi aðferð við sölu jólatrjáa tengir fólk betur við skógrækt í landinu. Afraksturinn þess sem skóginn ræktar fer í að rækta meiri skóg.
Austurland
|
Þá má benda á að tré frá Hallormsstað verða að sjálfsögðu til sölu á Jólakettinum, jólamarkaðnum á Valgerðarstöðum í Fellum, sem haldinn verður 10. desember kl. 11-16.
Ekki verður auglýstur sérstakur dagur í ár þegar fólk getur komið og fellt sér jólatré í austfirskum þjóðskógi. Austfirskir skógarbændur eru hins vegar farnir að selja jólatré úr skógum sínum og sömuleiðis Skógræktarfélag Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi.
|
Suðurland
|
Opið er jafnan í Haukadalsskógi tvær helgar í desember fyrir fólk sem vill koma í skóginn til að sækja sér jólatré, njóta útivistar og góðrar samveru. Haukadalsskógur er steinsnar frá Geysi í Haukadal og er afleggjarinn að skóginum er rétt austan við hverasvæðið. Opið verður frá kl. 11 til 15 laugardag og sunnudag 10-11. desember og aftur helgina 17.-18. desember. Í skóginum má finna stafafuru, rauðgreni og blágreni. Einnig verða seldar jólagreinar og tröpputré. Boðið verður uppá ketilkaffi og piparkökur.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Árnesinga að Snæfoksstöðum í Grímsnesi verður opin þrjár síðustu helgarnar fyrir jól og rúmlega það því líka verður opið dagana 19.-23. desember. Sjá nánar hér.
Skógræktarfélag Rangæinga verður með jólatrjáasölu 17. desember að Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu.
|
Norðurland
|
Skógræktin heldur árlegan jólamarkað sinn í Vaglaskógi laugardaginn 10. desember. Til sölu eru jólatré, greinar, eldiviður og fleira úr Vaglaskógi, þingeyskt handverksfólk selur ýmsan varning og skólabörn í Stórutjarnaskóla veitingar til ágóða fyrir ferðasjóð sinn.
Almenningi er ekki boðið að höggva sín eigin jólatré í þjóðskógunum á Norðurlandi en jólatré frá Vöglum eru til sölu í Kjarnaskógi, í jólatrjésölu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Félagið býður líka öllum sem vilja að koma í Laugalandsskóg á Þelamörk tvær helgar í desember, þar sem fólk getur fundið sér tré og sagað. Í kaupbæti er ketilkaffi og kakó, jafnvel piparkökur ef vel liggur á skógarfólki. Í Laugalandsskógi er aðallega stafafura en einnig má finna stöku rauðgreni og jafnvel blágreni. Einnig. Opið verður 10.-11. desember og aftur 17.-18. desember frá kl. 11-15. Þá er jólatrjáasala félagsins opin til jóla í Kjarnaskógi þar sem eingöngu eru til sölu íslensk jólatré.
Bændurnir í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit bjóða fólki að panta sér tré sem síðan eru felld skömmu fyrir jól og borin heim að dyrum kaupandans.
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga verður með jólaskóg í Gunnfríðarstaðaskógi sautjánda desember kl. 11-15.
|
Vesturland
|
Skógræktarfélag Skilmannahrepps selur jólatré í skógi sínum norðan Akrafjalls helgina 10.-11. desember kl. 12-15.30.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar verður með jólaskóg í Reykholti 17. desember kl. 11-15.
Skógræktarfélag Akraness verður með jólaskóg í Slögu 17. desember kl. 12-15.
|
Höfuðborgarsvæðið
|
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar verður með jólatrjáa- og skreytingasölu frá 3. desember í Þöll við Kaldárselsveg, opið 10-18.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu helgina 10.-11. desember, aftur tólfta desember og svo dagana 17., 18., 19. og 23. desember.
Jólaskógurinn hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er opinn allar helgar fram til jóla og auk þess selur félagið jólatré á Lækjartorgi frá 17. desember fram til 21. desember.
Skógræktarfélag Garðabæjar verður með jólaskóg 17. desember.
|