Acer platanoides

Hæð: Stórt tré, óvíst með hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða krónu

Vaxtarhraði: Fremur lítill

Landshluti: Einkum á sunnanverðu landinu en einnig á góðum stöðum í öðrum landshlutum

Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg, skjól í æsku og hlýtt sumar

Styrkleikar: Tignarlegt tré, viður

Veikleikar: Haustkal í æsku, lítil reynsla á Íslandi

Athugasemdir: Broddhlynur hefur þótt viðkvæmari í ræktun en garðahlynur, en það stafar líklega af of lítilli leit að heppilegum kvæmum. Ástæða er til að fá meiri reynslu af þessu tignarlega tré