Gefnir hafa verið út nokkrir fræðslubæklingar um skógrækt á undanförnum árum. Bæklingarnir komu út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt sem nú eru hluti af Skógræktinni. Ráðgert er að endurskoða þessa bæklinga á komandi misserum og gefa þá út á ný í samræmdu og uppfærðu formi.

 

Forsíða bæklingsFræðsluefni um skógrækt

Þennan bækling gáfu Landshlutaverkefnin í skógrækt út árið 2014. í honum er að finna almennan fróðleik um skógræktarskipulag, trjátegundir, undirbúning lands, skógarplöntur, gróðursetningu, áburð og áburðargjöf, skógrækt og minjar.

Lesa bæklinginn (17 MB)

Forsíða bæklingsUmhirða í ungskógi

Þessi bæklingur kom út 2010 á vegum Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Hann er leiðarvísir um fyrstu umhirðu ung skógar, millibilsjöfnun, mat á göllum, notkun mæliflata sem gefa til kynna þéttleika skógar, tvítoppaklippingar, margstofna tré og fleira.

Lesa bæklinginn (3,8 MB)

Forsíða bæklingsFræðsluefni um skjólbeltarækt

Þessi bæklingur kom út 2004 á vegum Norðurlandsskóga. Hann er leiðarvísir um skipulag skjólbelta, undirbúing lands, plöntugerðir og tegundir, gróðursetningu og umhirðu.

Lesa bæklinginn (5,5 MB)