Gefnir hafa verið út nokkrir fræðslubæklingar um skógrækt á undanförnum árum. Bæklingarnir komu út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt sem nú eru hluti af Skógræktinni. Ráðgert er að endurskoða þessa bæklinga á komandi misserum og gefa þá út á ný í samræmdu og uppfærðu formi.

Forsíða bæklings

Fræðsluefni um skógrækt

Þriðja útgáfa bæklings með þessu heiti. Hann er einkum ætlaður nýjum skógarbændum en er gagnlegur fyrir allt skógræktarfólk. Farið er yfir mikilvægustu atriði sem snerta skógræktaráætlanir, helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi, undirbúning lands, skógarplöntur og meðhöndlun þeirra, áburðargjöf og pöntugæði. I

Lesa bæklinginn (3 MB)

(Skógræktin 2020)

Forsíða bæklings

Umhirða í ungskógi

Þessi bæklingur kom út 2010 á vegum Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Hann er leiðarvísir um fyrstu umhirðu ung skógar, millibilsjöfnun, mat á göllum, notkun mæliflata sem gefa til kynna þéttleika skógar, tvítoppaklippingar, margstofna tré og fleira.

Lesa bæklinginn (3,8 MB)

 

Forsíða bæklings

Fræðsluefni um skjólbeltarækt

Þessi bæklingur kom út 2004 á vegum Norðurlandsskóga. Hann er leiðarvísir um skipulag skjólbelta, undirbúing lands, plöntugerðir og tegundir, gróðursetningu og umhirðu.

Lesa bæklinginn (5,5 MB)

 

Skjólbelti - vörn gegn vindi

Þetta rit fjallar um hönnun, ræktun og viðhald vindbrjóta, skjólbeltakerfa og lifandi snjófangara í norðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þetta er íslensk þýðing en ekki staðfærð. Hún er þó gagnleg til að kynna sér þau vandamál sem við er að etja vestan hafs og hvernig brugðist er við þeim.

Lesa bæklinginn (2 MB)