Betula

Birki (fræðiheiti Betula) er ættkvísl jurta af birkiætt (Betulaceae) sem vaxa víða um norðurhvel jarðar og tilheyra beykiættbálkinum (Fagales).

Meira um

Birkið er auðþekkt á smágerðu, tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki. Á Íslandi eru tvær birkitegundir innlendar og jafnframt mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru: ilmbjörk (birki í daglegu tali) og fjalldrapi. Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að allt að þriðjungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi, jafnvel allt að 40% landsins.

Um birkið segir á veggspjaldi sem Skógræktin gaf út 2008 ásamt Hekluskógum og Suðurlandsskógum:

Birkið og birkiskógana má nýta á fjölbreyttan hátt. Ekki er það aðeins viður trjánna sem nýta má til smíða, hitunar, kolagerðar eða reykinga, heldur má nýta börkinn til uppkveikju, birkisafann til lyfja, í vín- eða matargerð og laufið til smyrsla og lyfjagerðar. Skógarnir eru ævintýraheimur út af fyrir sig, hýsa sérstakt lífríki og vernda jarðveg. Skógarnir eru einhver vinsælustu útivistarsvæði hér á landi.

Rit: