Þröstur Eysteinsson setur Fagráðstefnu 2017 í Silfurbergi Hörpu. Mynd: Pétur HalldórssonFagráðstefna skógræktar var haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, sá um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnaði um leið fimmtíu ára afmæli skógrannsókna á Mógilsá.

Þema ráð­stefn­unn­ar var tengt skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú og auk innlendra fyrirlesara hélt sænski prófessorinn Jonas Rönnberg inngangsfyrirlestur ráðstefnunnar í salnum Silfurbergi í Hörpu þar sem ráðstefnan fór fram. Talsverður hluti ráðstefnugesta gisti á Hótel Sögu þar sem hátíðar­kvöld­verð­ur var einnig snæddur að kvöldi 23.mars.

Samkvæmt hefð tóku Skógræktarfélag Íslands, Land­búnaðar­háskóli Íslands og Skógfræðingafélagið þátt í skipulagningu Fagráðstefnu skógræktar. Aðalfundir Skógfræðingafélagsins og Óskóg voru haldnir að kvöldi 22.mars á Hótel Sögu.

Myndir frá Fagráðstefnu skógræktar 2017

Hér fyrir neðan er dagskrá ráðstefnunnar og má finna bæði myndband og glærur af flestum fyrirlestrunum.

Dagskrá

Fimmtudagur 23.3.2017 Kaldalón, Hörpu

08.00 Afhending ráðstefnugagna

08:30 Setning ráðstefnu

08:40 Ávarp skógræktarstjóra - Þröstur Eysteinsson - Myndband

09.00 Ávarp umhvefis- og auðlindaráðherra - Björt Ólafsdóttir - Myndband

09.10 Straumar og stefnur í skógræktarrannsóknum á Norðurlöndum - Jonas Rönnberg - Myndband f.hl. - Myndband s.hl.Glærur 09.55 Kaffi

 10.20 Saga skógræktarrannsókna á Íslandi - Aðalsteinn Sigurgeirsson Glærur10.40 Skógræktarrannsóknir til framtíðar - Edda S. Oddsdóttir - Myndband Glærur11.00 Erfðauðlindin í íslenskri skógrækt - Brynjar Skúlason - Myndband Glærur11.20 Trjásjúkdómar - vöktun og rannsóknir - Halldór Sverrisson - Myndband Glærur11.40 Hádegisverður

12.40 Skaðvaldar - Brynja Hrafnkelsdóttir - Myndband

13.00 Landskógaúttekt - Arnór Snorrason - Myndband Glærur13.20 Notkun landupplýsinga í skógræktarrannsóknum - Björn Traustason - Myndband Glærur13.40 Hvernig viðrar? - Bjarki Þ. Kjartansson - Myndband Glærur14.00 Skógar og lífhagkerfið - Ólafur Eggertsson - Myndband
Glærur14.20 Ræktun asparskóga í ólíkum landgerðum - Jóhanna Ólafsdóttir - Myndband

14.40 Vöxtur og vextir – 200 ára deila skógfræði og hagfræði um sjálfbærni - Þorbergur H. Jónsson - Myndband

Föstudagur 24.3.2017 Kaldalón, Hörpu

09.00 Skógrækt til landgræðslu - Árni Bragason - Myndband
Glærur09.20 Hafði Holuhraunsgosið áhrif á skóga, jarðveg eða vatn? - Bjarni D. Sigurðsson - Myndband
Glærur09.40 Endurskinshæfni (albedo) ólíkra gróðurlenda - Brynhildur Bjarnadóttir - Myndband
Glærur10.00 Kaffi 10.30 Skammlotuskógrækt með alaskaösp og áhrif áburðargjafar á hana - Jón Auðunn Bogason - Myndband
Glærur10.50 Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar (Populus tremula L) á Íslandi Sæmundur Sveinsson

11.10 Ræktun birkis - Þorsteinn Tómasson - Myndband
Glærur11.30 Íbætur skógarmoldar á nýskógrækt - Sigurkarl Stefánsson - Myndband
Glærur11.50 Hádegisverður

13.00 Meðferð lerkiskógarreita í ljósi beinleika stofna - Páll Sigurðsson - Myndband
Glærur13.20 Vangaveltur um vindfall í skógum - Valdimar Reynisson - Myndband
Glærur13.40 Lesið í skóginn, fræðsla í skógrækt - Björgvin Eggertsson og Ólafur Oddsson - Myndband

14.00 Veggspjöld og kaffi

15.00 Miðlun þekkingar Pétur Halldórsson Myndband

15.30 Pallborðsumræður – samantekt

16.30 Ráðstefnuslit