• Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Skorradalshreppur
  • Byggingarár: 1966 en endurbyggt í áföngum
  • Skráning: Í júlí 2012
  • Myndir: Valdimar Reynisson

Lýsing: Starfsmannahús með mötuneyti og íbúð var byggt í áföngum á árunum 1966-1977. Húsið er 983 m³ og byggt á gamla bæjarstæðinu í Hvammi. Það er hæð og kjallari. Starfsmannahúsið er viðbygging við eldra hús, sem áður þjónaði sem starfsmannahús. Eldra húsið hýsir skrifstofu skógarvarðarins á Vesturlandi.