Skýra samband umhverfisþátta, lifunar og æskuvaxtar nýgróðursettra skógarplantna

Markmið verkefnisins er að skýra samband umhverfisþátta, lifunar og æskuvaxtar nýgróðursettra skógarplantna. Verkefnið er unnið í samstarfi við eigendur Hvamms í Landssveit.

2017: Síðustu mælingar þessa hluta verkefnis og úrvinnsla úr niðurstöðum. Haldinn kynningarfundur með eigendum Hvamms og annar með starfsmönnum Skógræktarinnar, þar sem helstu niðurstöður voru kynntar.

2018: Unnið er að nýrri rannsóknaáætlun í samstarfi við eigendur Hvamms. Sú áætlun er byggð á niðurstöðum fyrri tilrauna. Fyrsti hluti þessarar nýju tilraunar var gróðursettur í ár þar sem áhrif ertuyglu á mismunandi trjátegundir verða könnuð. Að auki verður áfram unnið úr gögnum og niðurstöður birtar.

Rannsóknarsvið

Nýræktun skóga og skjólbelta

Tengiliður Skógræktarinnar

Edda Sigurdís Oddsdóttir