Lat: Pseudotsuga

Degli (fræðiheiti: Pseudotsuga) er lítil ættkvísl a.m.k. sex tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Fjórar tegundir eru í Austur-Asíu, allar sjaldgæfar, og tvær í vestanverðri Norður-Ameríku.

Meira um

Eina deglitegundin sem hefur umtalsverða útbreiðslu er hið eiginlega degli (Pseudotsuga menziesii). Það er einkennandi tré fyrir stór svæði í vestanverðum Bandaríkjunum og Kanada og er geysilega mikilvægt timburtré þar um slóðir.

Degli er náskylt lerki og er líklegt að lerki hafi þróast frá trjám sem líktust degli. Degli vex við hærri sumarhita og lengri sumur en Ísland hefur að bjóða, en ekki miklu lengri. Það er því á mörkunum að vera nothæft í skógrækt hérlendis líkt og evrópulerki. Spennandi er þó að reyna tegundina, til dæmis í grisjuðum lerkiskógum þar sem lerkið hefur undirbúið jarðveginn og getur veitt ungum deglitrjám skjól í uppvextinum.