Alþjóðlegt samstarfsverkefni um rannsóknir á hlýnun á náttúrufar ýmissa íslenskra þurrlendisvistkerfa

Hlýnun og þurrlendisvistkerfi

Alþjóðlegt samstarfsverkefni um rannsóknir á hlýnun á náttúrufar ýmissa íslenskra þurrlendisvistkerfa.

Verkefnið er undir forystu Landbúnaðarháskóla Íslands með þátttöku Mógilsár og alþjóðlegs hóps vísindamanna. Á árinu 2013 var sett upp ný og nákvæm niðurbrotstilraun og unnið að rannsóknum á sveppaþeli. Sett voru upp rör fyrir rótarmyndatöku. Kolefnisflæði og kolefnisforði vistkerfisins mældur.

2017: Páll Sigurðsson, doktorsnemi við LbhÍ, hóf vinnu við rannsóknaverkefni sitt undir leiðsögn Eddu S. Oddsdóttur um niðurbrot og umsetningu lífrænna efna. Teknar voru myndir af rótum og unnið úr þeim, auk þess sem áframhald var á rannsóknum á niðurbroti lífrænna efna. Verkefnafundur var í Vín.

2018: Áframhald á vinnu Páls við doktorsverkefni og söfnun gagna. Búið er að senda 2 greinar til birtinga þar sem Edda er einn af höfundum.

Rannsóknarsvið

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Edda Sigurdís Oddsdóttir

Aðrir starfsmenn

Páll Sigurðsson