Larix decidua

Hæð: Stórt tré, gæti orðið a.m.k. 30 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré, oft kræklótt eða bugðótt, með misbreiða krónu

Vaxtarhraði: Hraður í æsku og helst góður lengur en hjá rússalerki

Landshluti: Einkum á S- og V-landi

Sérkröfur: Ljóselsk tegund

Styrkleikar: Frostþol að vori, vex vel í rýrum jarðvegi, viður

Veikleikar: Haustkal og krækluvöxtur í kjölfarið

Athugasemdir: Hugsanlegt er að evrópulerki taki við af rússalerki sem helsta lerkitegundin í ræktun á Íslandi þegar hlýnar og sumur lengjast. Tími þess er þó ekki kominn og verður varla fyrr en októbernámuður er orðinn nokkuð örugglega frostlaus