Acer pseudoplatanus

Hæð: Ætti að geta náð a.m.k. 15 m hérlendis, sennilega meira

Vaxtarlag: Einstofna tré með mjög breiða krónu

Vaxtarhraði: Getur verið mikill en haustkal í æsku dregur úr nettóvexti

Landshluti: Einkum á sunnanverðu landinu en einnig á góðum stöðum í öðrum landshlutum

Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg, skjól í æsku og langt sumar

Styrkleikar: Tignarlegt tré, viður, vind- og saltþol, sjálfsáning

Veikleikar: Haustkal í æsku, lítil reynsla í skógrækt

Athugasemdir:Garðahlynur er e.t.v. það langlífa eðallauftré sem er næst því að vera nothæft í skógrækt á Íslandi. Reynslan er að hann vaxi upp úr tilhneigingunni til kals á 10-20 árum og vaxi áfallalítið eftir