Betula pubescens

Hæð: Oftast fremur smávaxið tré, 0,5-15 m

Vaxtarlag: Allt frá kræklóttum margstofna runna upp í beinvaxið tré

Vaxtarhraði: Oftast hægur en getur verið hraður hjá ungum trjám á frjósömu landi

Landshluti: Um land allt, hæst í yfir 600 m hæð yfir sjó

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti 

Styrkleikar: Vindþolið, frostþolið, lífseigt, fallegir haustlitir, ilmur

Veikleikar: Seinvaxið og smávaxið í rýru landi, oft kræklótt, trjámaðkafaraldrar, birkiryð. Nýir vágestir eru birkikemba og birkiþéla

Athugasemdir: Útbreiddasta skógartréð á Íslandi en mjög breytilegt í vexti. Kynblöndun við fjalldrapa skýrir kræklótt vaxtarlag og runnkenndan vöxt að stórum hluta. Birki breiðist nú hratt út á landinu með hlýnandi veðri og minnkandi beit