Forsíða 37. tölublaðs Frækornsins sem fjallar um sitkabastarðFrækornið er lítill fjórblöðungur sem Skógræktarfélag Íslands gefur út. Þar er fræðsluefni um afmarkaða þætti skógræktar, til dæmis stakar trjátegundir, ræktun við tiltekin skilyrði (til dæmis á lyngmóum), óværu sem herjað getur á tré og skóga, jólatré, fræsöfnun og margt fleira.

Hægt er að kaupa stök tölublöð Frækornsins. Að auki býður Skógræktarfélag Íslands til sölu  sérprentaða safnmöppu fyrir Frækornin, sem hægt er að kaupa staka eða með öllum útkomnum Frækornum.

Skoða útgefin Frækorn