Lat. Operophtera brumata

Lífsferill

Haustfeti (Operophtera brumata) er mjög fjölhæfur í fæðuvali og lirfan étur blöð alls kyns lauftrjáa og runna og á það jafnvel til að fara á barrviði. Lirfan klekst úr eggi í byrjun sumars. Hún er fullvaxin í lok júní og púpar sig á jörðunni undir trjánum. Fiðrildin skríða úr púpu í vetrarbyrjun.

Tjón

Haustfeti veldur verulegu tjóni með áti sínu, einkum í görðum og á skjólbeltum.

Varnir gegn skaðvaldi

Haustfeta má verjast með úðun með skordýraeitri en einnig er hægt að úða runnana að vori með lífrænum olíum sem kæfa eggin.