Picea sitchensis

Hæð: Mjög stórt tré, mun ná a.m.k. 40 m hérlendis. Hæsta tré landsins er sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri, gróðursett 1949. Það mældist rúmir 30 metrar í ágúst 2022, fyrsta tréð sem vitað er um að hafi náð 30 metra markinu hérlendis á sögulegum tíma

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með breiða, keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hægur í fyrstu en síðan hraður eða mjög hraður áratugum saman

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Forðast að planta í frostpolla og rýra lyngmóa

Styrkleikar: Gott vind- og saltþol, gott frostþol að vori, timbur

Veikleikar: Haustkal í æsku, sitkalús

Sem jólatré: Sitkagreni er ein af uppistöðutegundunum í íslenskri skógrækt og verður eitt helsta skógartré landsins í framtíðinni. Getur hentað vel sem jólatré en sumir setja beittar barrnálar tegundarinnar fyrir sig. Hefur fallegan lit með bláleitum tóni og þétta greinabyggingu. Er viðkvæmt fyrir þurrki og þarf því að gæta vel að vökvun til að það haldi barrinu vel

Athugasemdir: Sitkagreni er ein af uppistöðutegundunum í íslenskri skógrækt og verður eitt helsta skógartré landsins í framtíðinni.