Fagradstefna-2012-6Þema: Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt.

Ráðstefnan er árleg og hefð er fyrir því að hún flytjist réttsælis um landið og sé alltaf haldin á nýjum stað. Að þessu sinni var hún haldin á Fosshótel Húsavík dagana 27. - 29. mars.

Skipuleggjendur eru:

  • Norðurlandsskógar: Valgerður Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Rakel J. Jónsdóttir og Bergsveinn Þórsson
  • Skógrækt ríkisins: Hallgrímur Indriðason, Rúnar Ísleifsson, Brynhildur Bjarnadóttir og Þröstur Eysteinsson
  • Skógfræðingafélag Íslands: Aðalsteinn Sigurgeirsson
  • Skógræktarfélag Íslands: Einar Gunnarsson
  • Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni D. Sigurðsson
  • Landssamtök skógareigenda: Anna Ragnarsdóttir

Rúta er í boði fyrir ráðstefnugesti frá Akureyrarflugvelli til Húsavíkur þriðjudaginn 27. mars kl. 17:00 og til baka frá Húsavík til Akureyrar 29. mars kl. 15:00. Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 19:00 þriðjudaginn 27. mars. Fyrir liggur mjög hagstæður samningur við hótelið, svo verð á mat og gistingu er afar hagstætt. Því hvetjum við alla til að mæta strax á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Reiddur verður fram kvöldverður kl. 19:00 á þriðjudagskvöldið. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á miðvikudeginum, þannig að eigi menn ekki um þeim mun skemmri veg að sækja, kemur sér vel að geta mætt strax kvöldið áður.

Skráning

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst nls@nls.is eða í síma 461-5640 (starfsmenn Norðurlandsskóga: Valgerður, Brynjar, Rakel, Bergsveinn). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Fosshótel Húsavík. Greiða þarf gistingu og mat á staðnum (til hótelsins) en ráðstefnugjald verður innheimt af Norðurlandsskógum.

Sækja skráningarblað

Erindi

Komið er út nýtt tölublað af Riti Mógilsár sem nú er gefið út í tilefni Fagráðstefnu skógræktar 2012.

Rit Mógilsár: Fagráðstefna 2012

Kostnaður

Ráðstefnugjald: 4.000 kr.
Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, ofl.

Gisting og matur (í tveggja manna herbergi): 21.460 kr.
Gisting og matur (í eins manns herbergi): 30.460 kr.
Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Fosshótel Húsavík, tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir, morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.

Suður- og Vesturlandsskógar standa fyrir rútuferð á ráðstefnuna. Aðeins kostar 10.000 kr. fyrir manninn með rútu fram og tilbaka af Suður- og Vesturlandi. Farið verður frá Selfossi kl. 10:00 þriðjudaginn 27. mars. Stoppað verður á leiðinni í Hveragerði, ef einhver vill hoppa í rútuna þar. Annars verður næsta aðalstopp á Mógilsá, þar sem fólk af höfuðborgarsvæðinu getur skilið bíla sína eftir. Rútan fer frá Mógilsá kl. 11:00. Næsta stopp í Borgarnesi, hvaðan verður farið kl. 12:00. Síðan er meiningin að fólk geti keypt sér eitthvað í gogginn í sjoppunni í Hrútafirðinum. Þar bætist í hópinn fólk af Vestfjarðakjálkanum. Frá nýja skálanum í Hrútafirði verður síðan lagt af stað kl. 14:00. Verður síðan lítið stoppað fyrr en á Húsavík, nema eins og eitt pissustopp í Varmahlíð eða á Akureyri. Við erum reyndar opin fyrir því að taka einhverja Norðlendinga í rútuna á leiðinni milli Hrútafjarðar og Akureyrar. Þeir sem koma í rútuna í Hrútafirðinum og annars staðar á Norðurlandi sleppa með 7.000 kr. á mann fyrir ferðina. Vinsamlegast látið vita með tölvupósti (sigvaldi@vestskogar.is eða bjorn@sudskogur.is) ef þið viljið koma með rútunni.

Dagskrá

Dagskráin verður að einhverju leyti blönduð báða dagana en ríflega helmingur erinda verður tengt þemanu: Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt. Fyrst og fremst verður um nýjar rannsóknarniðurstöður og upplýsingar að ræða. Meðal efnis sem þegar liggur fyrir er erindi um kvæmaval stafafuru, fjallaþins, skógarfuru og sitkagrenis byggt á nýjum mælingum á misjafnlega gömlum kvæmatilraunum. Flutt verður erindi um kynbætur á alaskaösp og skoðuð almenn reynsla af notkun elris á Íslandi. Fjölmargar óskir um veggspjöld hafa einnig komið fram. Endanleg dagskrá mun fyrst liggja fyrir 7. mars þegar búið verður að meta allar innsendar tillögur og óskir um flutning erinda og kynningu veggspjalda.

Þriðjudagurinn 27. mars

17:00 Brottför: Rúta frá Akureyrarflugvelli
Flug Reykjavík - Akureyri kl. 16:00-16:45
18:00 - 19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna.
19:00 - 20:00 Kvöldmatur á Hótel Húsavík.
20:30 Spjall og ýmsir fundir, s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins.

Miðvikudagurinn 28. mars

9:00 - 9:10 Setning  
9:10 - 10:10 Inngangserindi: Yfirlit yfir rannsóknir á kvæmum og klónum í íslenskri skógrækt.
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Þröstur Eysteinsson
Erindi
10:10 - 10:40 Mælingar frá 2005, 2006 og 2010 á stóru asparklónatilrauninni. 
Helga Ösp Jónsdóttir, Halldór Sverrisson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
Erindi
10:40 - 11:00 Kaffihlé  
11:00 - 11:30 Stafafuru kvæmatilraun frá 1985: Mælingar 2010 á Norður- og Austurlandi.
Þröstur Eysteinsson
Erindi
11:30 - 12:00 Elri á Íslandi – reynsla og möguleikar. 
Halldór Sverrisson
Erindi
12:00 - 12:30 Skordýraplágur eftir kvæmum og klónum.
Edda S. Oddsdóttir
Erindi
12:30 - 13:30 Matur  
13:30 - 14:00 Áhrif upphafsþéttleika lerkis á vöxt og viðargæði. Niðurstöður frá LT-verkefninu.
Þórveig Jóhannsdótti, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Lárus Heiðarsson
Erindi
14:00 - 14:30 Sitkagreni – kvæmatilraun frá 1970 í Selskógi í Skorradal og í Þjórsárdal, mælt 2010 og 2011.
Lárus Heiðarsson
Erindi
14:30 - 15:00 Kvæmaval fjallaþins til jólatrjáaræktar -  niðurstöður 12 ára gamallar kvæmatilraunar.
Brynjar Skúlason
Erindi
15:00 - 15:15 Kynning á Garðarshólmsverkefninu. Sigurður Eyberg  
15:15 - 15:45 Kaffihlé  
15:45 - 16:45 Veggspjaldakynning (frekari upplýsingar hér að neðan)  
16:45 - 19:00 Skoðunarferð  
20:00 Kvöldverður og skemmtidagskrá  

Fimmtudagurinn 29. mars

9:00 - 9:30 Tíðni og afleiðingar kals á 1. áratug 21. aldar í lerki kvæma- og afkvæmatilraunum á Héraði.
Þröstur Eysteinsson
Erindi
9:30 - 10:00 Ný og áhrifarík aðferð til að auka þéttleika stafafuru og gæði hennar sem jólatrés.
Else Möller
Erindi
10:00 - 10:30 Áburðarhleðsla skógarplantna.
Rakel Jónsdóttir
Erindi
10:30 - 11:00 Kaffi  
11:00 - 11:30 Áhrif trjágróðurs á líf í lækjum við rætur Heklu. 
Helena Marta Stefánsdóttir
Erindi
11:30 - 12:00 Nýjustu íslensku trjátegundirnar. 
Sigvaldi Ásgeirsson og Árni Þórólfsson.
Erindi
12:00 - 12:30 Þróun sveppróta í misgömlum lerki- og birkiskógum. 
Brynja Hrafnkelsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Edda Sigurdís Oddsdóttir
Erindi
12:30-13:30 Matur  
13:30-14:00 Kynbætur á ösp. 
Halldór Sverrisson
14:00 - 14:30 Kvæmaval skógarfuru – niðurstöður frá 7 ára kvæmatilraun.
Lárus Heiðarsson, Brynjar Skúlason og Aðalsteinn Sigurgeirsson
Erindi
14:30-15:00 Samantekt: Næstu skref í tegunda- og kvæmavali - að notfæra sér kynbættan efnivið frá öðrum löndum.
Þröstur Eysteinsson
Erindi
15:00 Brottför: Rúta til Akureyrar
Flug Akureyri - Reykjavík kl.17:10-17:55
 

Veggspjöld

Samanburður á kvæmum og fjölskyldum sitkagrenis og hvítsitkagrenis um land allt við 10 ára aldur.
Aðalsteinn Sigurgeirsson
Veggspjald
Samanburður á lifun og vexti Bæjarstaðar-, Kvískerja- og Steinadalsbirkis í tveimur landshlutum. Fyrstu niðurstöður. 
Barbara Stanzeit og Bjarni Diðrik Sigurðsson
Veggspjald
Áburðargjöf í felti með mismunandi áburðargerðum.
Benjamín Ö. Davíðsson, Bergsveinn Þórsson, Brynjar Skúlason, Hlynur G. Sigurðsson, Rakel J. Jónsdóttir, Sherry Curl og Þórveig Jóhannsdóttir
Veggspjald
Áburðargjöf í hnaus með FLEX áburði fyrir gróðursetningu.
Benjamín Ö. Davíðsson, Bergsveinn Þórsson, Brynjar Skúlason, Hlynur G. Sigurðsson, Rakel J. Jónsdóttir, Sherry Curl og Þórveig Jóhannsdóttir
Veggspjald
Hraukun eykur lifun jólatrjáa sem ræktuð eru á ökrum. 
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Else Möller og Jón Kr. Arnarson
Veggspjald
Notkun plöntueiturs til að varna endurvexti á alaskaösp eftir fellingu. 
Bjarni Diðrik Sigurðsson og Jón Ágúst Jónsson
Veggspjald
Icelandic Agricultural Sciences. Vinsæll vettvangur til að birta niðurstöður íslenskra skógfræðirannsókna.
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Sigurður Ingvarsson, Þorsteinn Guðmundsson
Veggspjald
Hverjir eiga skógana á Íslandi?
Björn Traustason og Arnór Snorrason
Veggspjald
Kvæmi til jólatrjáaframleiðslu: Fjallaþinur.
Böðvar Guðmundsson
Veggspjald
Lífkol. 
Þorbergur H. Jónsson og Halldór Sverrisson
Veggspjald
Frostþol að hausti hjá öspum með asparryð.
Helga Ösp Jónsdóttir, Iben M.Thomsen, Halldór Sverrisson og Jon K. Hansen
Veggspjald
Fjöldi starfa við uppbyggingu skógarauðlindar á vegum landshlutaverkefnanna í skógrækt. 
Lilja Magnúsdóttir
Veggspjald
Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður frá Yndisgróðursverkefninu.
Samson B. Harðarson
Veggspjald

 

Myndir: Brynjar Skúlason